NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 09:00 LeBron James. Mynd/AP Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.LeBron James var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 98-90 útisigri Miami Heat á Atlanta Hawks. Hawks-liðið vann upp 20 stiga mun í fjórða leikhlutanum en Miami tryggði sér sigurinn með 10-2 spretti á lokakaflanum þar sem James Jones setti niður tvær þriggja stiga körfur. „Halda okkar striki. Það er það eina sem Spo (Erik Spoelstra, þjálfari Miami) talaði um. Við verðum að halda okkar striki og þá komust við í gegnum allt," sagði LeBron James og bætti við: „Það tók okkur 81 leik að komast á þennan stað en það mikið meiri vinna framundan," sagði James. Miami fékk góðar fréttir skömmu eftir að sigurinn var í höfn en þá fréttist frá Washington að Boston hafði tapað fyrir Washington í framlengingu. Þar með var ljóst að Miami er öruggt með annað sætið í Austurdeildinni á eftir Chicago og hefur Miami-liðið því heimavallarrétt á Boston ef liðin mætast í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Chris Bosh var með 15 stig. Josh Smith skoraði 17 stig fyrir Atlanta og Jamal Crawford var með 13 stig.Paul Pierce og Ray Allen sátu allan tímann á bekknum í nótt.Mynd/APBoston Celtics tapaði 94-95 í framlengdum leik á móti Washington Wizards þar sem Doc Rivers, þjálfari Boston, ákvað að hvíla byrjunarliðsmennina Kevin Garnett, Ray Allen, Paul Pierce og Rajon Rondo. Nýliðinn John Wall skoraði 24 stig fyrir Washington en hjá Boston var Jeff Green með 20 stig og 15 fráköst í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Boston. Glen Davis var einnig með 20 stig hjá Boston og Jermaine O'Neal var með 15 stig og 13 fráköst.Dirk Nowitzki var með 23 stig og 12 fráköst þegar Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vesturdeildinni með því að vinna 98-91 útisigur á Houston Rockets í framlengdum leik. Shawn Marion og Jason Terry voru báðir með 21 stig fyrir Dallas en Kevin Martin skoraði 28 stig fyrir Houston sem á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Kevin Durant skoraði 32 stig og Russell Westbrook var með 30 stig og 9 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 120-112 sigur á Sacramento Kings. Þetta var fimmti sigur Thunder-liðsins í röð. Nýliðinn DeMarcus Cousins var með 30 stig og 9 fráköst hjá Sacramento og þeir Marcus Thornton og Beno Udrih skoruðu báðir 21 stig.J.R. Smith skoraði 22 stig fyrir Denver Nuggets í 134-111 sigri á Golden State Warriors en alls skoruðu níu leikmenn Denver-liðsins tíu stig eða meira. Þetta var fimmtugasti sigur liðsins á tímabilinu og er liðið að ná því fjórða tímabilið í röð. Kosta Koufos skoraði 18 stig fyrir Denver en þeir Stephen Curry og Dorell Wright voru báðir með 27 stig fyrir Golden State.Dwight Howard.Mynd/APDwight Howard snéri aftur eftir tæknivillu-leikbann og var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 95-85 sigur á Philadelphia 76ers. Jameer Nelson var einnig með 19 stig fyrir Orlando og Ryan Anderson bætti við 18 stigum og 14 fráköstum. Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Philadelphia. Philadelphia vantar einn sigur til þess að vera með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 2004-2005 tímabilið.Channing Frye skoraði 33 stig þegar Phoenix Suns vann 135-127 sigur á Minnesota Timberwolves eftir framlengdan leik en þetta var fjórtánda tap Timberwolves-liðsins í röð. Jared Dudley skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Grant Hill var með 21 stig. Michael Beasley skoraði 26 stig og Anthony Randolph var með 24 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Russell Westbrook.Mynd/APAtlanta Hawks-Miami Heat 90-98 New Jersey Nets-Charlotte Bobcats 103-105 Philadelphia 76ers-Orlando Magic 85-95 Washington Wizards-Boston Celtics 95-94 (framlengt) Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 101-110 Milwaukee Bucks-Toronto Raptors 93-86 New Orleans Hornets-Utah Jazz 78-90 Houston Rockets-Dallas Mavericks 91-98 (framlengt) Denver Nuggets-Golden State Warriors 134-111 Phoenix Suns-Minnesota Timberwolves 135-127 (framlengt) Sacramento Kings-Oklahoma City Thunder 112-120 NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.LeBron James var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 98-90 útisigri Miami Heat á Atlanta Hawks. Hawks-liðið vann upp 20 stiga mun í fjórða leikhlutanum en Miami tryggði sér sigurinn með 10-2 spretti á lokakaflanum þar sem James Jones setti niður tvær þriggja stiga körfur. „Halda okkar striki. Það er það eina sem Spo (Erik Spoelstra, þjálfari Miami) talaði um. Við verðum að halda okkar striki og þá komust við í gegnum allt," sagði LeBron James og bætti við: „Það tók okkur 81 leik að komast á þennan stað en það mikið meiri vinna framundan," sagði James. Miami fékk góðar fréttir skömmu eftir að sigurinn var í höfn en þá fréttist frá Washington að Boston hafði tapað fyrir Washington í framlengingu. Þar með var ljóst að Miami er öruggt með annað sætið í Austurdeildinni á eftir Chicago og hefur Miami-liðið því heimavallarrétt á Boston ef liðin mætast í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Chris Bosh var með 15 stig. Josh Smith skoraði 17 stig fyrir Atlanta og Jamal Crawford var með 13 stig.Paul Pierce og Ray Allen sátu allan tímann á bekknum í nótt.Mynd/APBoston Celtics tapaði 94-95 í framlengdum leik á móti Washington Wizards þar sem Doc Rivers, þjálfari Boston, ákvað að hvíla byrjunarliðsmennina Kevin Garnett, Ray Allen, Paul Pierce og Rajon Rondo. Nýliðinn John Wall skoraði 24 stig fyrir Washington en hjá Boston var Jeff Green með 20 stig og 15 fráköst í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Boston. Glen Davis var einnig með 20 stig hjá Boston og Jermaine O'Neal var með 15 stig og 13 fráköst.Dirk Nowitzki var með 23 stig og 12 fráköst þegar Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vesturdeildinni með því að vinna 98-91 útisigur á Houston Rockets í framlengdum leik. Shawn Marion og Jason Terry voru báðir með 21 stig fyrir Dallas en Kevin Martin skoraði 28 stig fyrir Houston sem á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Kevin Durant skoraði 32 stig og Russell Westbrook var með 30 stig og 9 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 120-112 sigur á Sacramento Kings. Þetta var fimmti sigur Thunder-liðsins í röð. Nýliðinn DeMarcus Cousins var með 30 stig og 9 fráköst hjá Sacramento og þeir Marcus Thornton og Beno Udrih skoruðu báðir 21 stig.J.R. Smith skoraði 22 stig fyrir Denver Nuggets í 134-111 sigri á Golden State Warriors en alls skoruðu níu leikmenn Denver-liðsins tíu stig eða meira. Þetta var fimmtugasti sigur liðsins á tímabilinu og er liðið að ná því fjórða tímabilið í röð. Kosta Koufos skoraði 18 stig fyrir Denver en þeir Stephen Curry og Dorell Wright voru báðir með 27 stig fyrir Golden State.Dwight Howard.Mynd/APDwight Howard snéri aftur eftir tæknivillu-leikbann og var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 95-85 sigur á Philadelphia 76ers. Jameer Nelson var einnig með 19 stig fyrir Orlando og Ryan Anderson bætti við 18 stigum og 14 fráköstum. Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Philadelphia. Philadelphia vantar einn sigur til þess að vera með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 2004-2005 tímabilið.Channing Frye skoraði 33 stig þegar Phoenix Suns vann 135-127 sigur á Minnesota Timberwolves eftir framlengdan leik en þetta var fjórtánda tap Timberwolves-liðsins í röð. Jared Dudley skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Grant Hill var með 21 stig. Michael Beasley skoraði 26 stig og Anthony Randolph var með 24 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Russell Westbrook.Mynd/APAtlanta Hawks-Miami Heat 90-98 New Jersey Nets-Charlotte Bobcats 103-105 Philadelphia 76ers-Orlando Magic 85-95 Washington Wizards-Boston Celtics 95-94 (framlengt) Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 101-110 Milwaukee Bucks-Toronto Raptors 93-86 New Orleans Hornets-Utah Jazz 78-90 Houston Rockets-Dallas Mavericks 91-98 (framlengt) Denver Nuggets-Golden State Warriors 134-111 Phoenix Suns-Minnesota Timberwolves 135-127 (framlengt) Sacramento Kings-Oklahoma City Thunder 112-120
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins