Viðskipti innlent

Leigusamningum fjölgar um tæp 50% milli mánaða

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 884 í janúar síðastliðnum og fjölgar þeim um 48.8% frá desember 2010 en fækkar um 5.5% frá janúar 2010.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands sem hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í janúar 2011.

Leigusamningum fjölgaði hlutfallslega um yfir 100% í tveimur landshlutum, Norðurlandi eða tæplega 148% og Vesturlandi eða 106,5% á milli desember og janúar. Þeim fækkaði mest á Austurlandi eða 11% en taka skal fram að aðeins einn leigusamningur er að baki þeirri breytingu.

Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði leigusamningum um 40% á milli desember og janúar, þeir fóru úr 412 og í 577. Í öðrum landshlutum er fjöldi samninga mældur í eins eða tveggja stafa tölu fyrir utan Norðurland þar sem 104 samningum var þinglýst í janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×