Verkfall leikskólakennara = að standa með leikskólastarfi Kristín Dýrfjörð skrifar 11. ágúst 2011 06:00 Haustið 2008 hrundi Ísland. Við sem þjóð stóðum eftir slegin og alvarleg. Á flestum vinnustöðum skapaðist sátt um að sækja ekki launahækkanir og margir tóku á sig lækkanir í einu eða öðru formi. Leikskólarnir tóku sinn skerf eins og aðrir. Rétt fyrir hrunið hafði verið gengið frá samningi við fólk í sama stéttarfélagi og leikskólakennarar, grunnskólakennara. En samningar við leikskólakennara eins og aðra voru slegnir út af borðinu. Inni á leikskólum veltu leikskólakennarar fyrir sér sparnaði og yfirvöld skáru af nærri allt sem ekki var hreinlega samningsbundið. Leikskólar hafa verið sameinaðir og stjórnunarstöður lagðar niður, yfirvinna bönnuð (hún var ekki mikil fyrir), starfsmannafundir lagðir af, dregið úr afleysingum, fé til símenntunar og námsleyfa skorið niður og jafnvel lagt af. Leikskólum er ætlað að sjá til þess að börn fái næringarríkan og góðan mat fyrir minna fé og svo framvegis. Innan leikskóla veltir starfsfólk hverri einustu krónu fyrir sér, hvergi er bruðlað. Leikskólakennarar hafa að mestu mætt ástandinu af skilningi, enda alltaf gert ráð fyrir að þeim yrði bætt það upp að vera samningi á eftir. Að þeir séu í raun að semja um tvo samninga núna. Nú er komið að skuldadögum, það er ekki hægt að skera meira. Nú er komið að því að leikskólakennarar standi með sjálfum sér. Ef ekki, er hætta á atgervisflótta og að stéttin brenni út. Það getur verið að sveitarfélög hafi ekki efni á hækkunum en þau hafa enn minni efni á útbrunnum leikskólakennurum og leikskóla í krísu. Nú ríður á að foreldrar sýni leikskólakennurum skilning og samstöðu. Að þeir ýti á yfirvöld um að semja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Haustið 2008 hrundi Ísland. Við sem þjóð stóðum eftir slegin og alvarleg. Á flestum vinnustöðum skapaðist sátt um að sækja ekki launahækkanir og margir tóku á sig lækkanir í einu eða öðru formi. Leikskólarnir tóku sinn skerf eins og aðrir. Rétt fyrir hrunið hafði verið gengið frá samningi við fólk í sama stéttarfélagi og leikskólakennarar, grunnskólakennara. En samningar við leikskólakennara eins og aðra voru slegnir út af borðinu. Inni á leikskólum veltu leikskólakennarar fyrir sér sparnaði og yfirvöld skáru af nærri allt sem ekki var hreinlega samningsbundið. Leikskólar hafa verið sameinaðir og stjórnunarstöður lagðar niður, yfirvinna bönnuð (hún var ekki mikil fyrir), starfsmannafundir lagðir af, dregið úr afleysingum, fé til símenntunar og námsleyfa skorið niður og jafnvel lagt af. Leikskólum er ætlað að sjá til þess að börn fái næringarríkan og góðan mat fyrir minna fé og svo framvegis. Innan leikskóla veltir starfsfólk hverri einustu krónu fyrir sér, hvergi er bruðlað. Leikskólakennarar hafa að mestu mætt ástandinu af skilningi, enda alltaf gert ráð fyrir að þeim yrði bætt það upp að vera samningi á eftir. Að þeir séu í raun að semja um tvo samninga núna. Nú er komið að skuldadögum, það er ekki hægt að skera meira. Nú er komið að því að leikskólakennarar standi með sjálfum sér. Ef ekki, er hætta á atgervisflótta og að stéttin brenni út. Það getur verið að sveitarfélög hafi ekki efni á hækkunum en þau hafa enn minni efni á útbrunnum leikskólakennurum og leikskóla í krísu. Nú ríður á að foreldrar sýni leikskólakennurum skilning og samstöðu. Að þeir ýti á yfirvöld um að semja.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar