Um náttúrurétt Sigurður Gizurarson skrifar 11. ágúst 2011 06:00 Fullveldi Íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni um, hvort Ísland skal gerast aðili að Evrópusambandinu. Hér er ekki ætlunin að brjóta fullveldishugtakið til mergjar, heldur víkja að skyldri spurningu, þ.e. hvort til eru náttúrulegir meginstafir laga er æðri séu settum lögum. Íslenzk lög hafa verið talin gilda um athafnir íslenzkra þegna svo langt sem fullveldi íslenzka ríkisins nær, og lög ríkja eru yfirleitt talin haldast í hendur við fullveldisrétt þeirra, en alþjóðalög voru talin gilda um athafnir ríkja en ekki einstaklinga. Þessi heimsmynd laga og réttar hefur þó verið að riðlast, ekki sízt fyrir tilverknað kenninga um náttúrurétt. Þær ganga út á, að unnt sé að gera greinarmun á réttu og röngu án þess að sækja svarið í sett lög. Í Nürnberg 1945 voru þýzkir stríðsglæpamenn dæmdir fyrir grimmdarverk framin á árunum 1939-45 með vísan til æðri ólögfestra náttúrulegra meginstafa. Ekki dugði hinum ákærðu að bera fyrir sig að þeir hefðu verið að framfylgja settum lögum þýzka ríkisins. Réttarþróun gengur í þá átt, að alþjóðalög gildi ekki eingöngu um athafnir ríkja, heldur einnig um menn og athafnir þeirra eða m.ö.o. að þau tryggi mannréttindi. Harðstjórar sem gerzt hafa sekir um grimmdarverk geta ekki lengur skýlt sér á bak við „ónáttúruleg“, manngerð hugtök, eins og „ríki“ og „fullveldi“. Allsherjarlögsaga dómstóla, þ.e. lögsaga sem óháð er landamærum ríkja, hefur hlotið vissa viðurkenningu. Yfirmaður útrýmingarbúða Þriðja ríkisins, Adolf Eichmann, flúði í stríðslok til Argentínu og fór þar huldu höfði, en leynilögregla Ísraels hafði upp á honum og flutti hann til Ísraels, þar sem hann var dæmdur og síðan hengdur 1962. Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekinn í Bretlandi 1999 og réttur settur yfir honum. Á vegum Sameinuðu þjóðanna var 2002 settur á laggir Alþjóðlegur glæpadómstóll (ICC) með aðsetri í Haag er hefur lögsögu hvarvetna. Er það gífurleg réttarfarsleg framför og sigur réttlætis. Misgjörðir pótentáta gegn eigin þegnum teljast ekki lengur innanríkismál eingöngu heldur getur dómstóllinn ákært þá – t.d. Milosevic, Karadzic, Mladic, Gaddafí og Assad – fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni og dæmt til refsingar. Í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) segir Sigurður Líndal á bls. 65: „Málum er miklu fremur þannig háttað, eins og Aristóteles benti á, að eðlisrétturinn er útfærður í settu réttarreglunum. Af þessu leiðir að sérhver grundvallarregla eðlisréttarins öðlast fulla viðurkenningu sem virk lagaregla með formlegri löghelgun þeirra stofnana þjóðfélagsins sem ákvarða gildi laga.“ Vissulega er það rétt, en það dugir ekki til, þegar glæpamenn hafa rænt ríkisvaldinu. Ummæli sín birtir Sigurður eins og um hans eigin hugsanir sé að ræða, en í reynd er hann að þýða norskan texta Davids R. Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992/1993), sem hann hefur tekið traustataki. Norðmennirnir segja á bls. 139: „Det er snarere slik, som allerede Aristoteles påpekte, at naturretten finnes nedfelt i enhver positiv rett. Dette utgangspunkt medförer at enhver naturrettslig grunnsetning får sin autoritative anerkjennelse gjennom de enkelte autoriseringssystemer som positiv rett.“ Allt sem Sigurður Líndal hefur um náttúrurétt að segja eru sex blaðsíður þýddar úr norsku fræðiriti, sem er fullt af missögnum. Gagnrýnislaust gleypir hann við hinum norsku rangfærslum. Ástæðan getur naumast verið önnur en að sjálfur hefur hann ekki þroskazt til sjálfstæðrar lögfræðilegrar hugsunar. Fræðimennska hans er sýndarmennska. Norðmennirnir lýsa ekki kenningu sinni um náttúrurétt sem réttarkenningu. Þeir staðhæfa, að náttúruréttarleg skuldbinding sé eingöngu af siðrænum toga og henni verði því einungis haldið fram með siðrænum meðulum, þ.e. ekki með því að beita líkamlegu valdi. Í þýðingu sinni segir Sigurður því: „Reglum eðlisréttarins fylgir ekkert annað en aðhald siðferðisins.“ Náttúrurétti hefur vissulega áður verið lýst þannig, þótt það sé staðlausir stafir. Helzti andmælandi náttúruréttar, Hans Kelsen, fullyrti í General Theory of Law and State (Harvard 1945/2006) á bls. 411, að náttúruréttur sé skipan sem „ekki aðeins lætur vera að mæla fyrir um líkamlega nauðung, heldur raunverulega hlýtur að banna líkamlega nauðung meðal manna“. Öflugasti málsvari náttúruréttar nú á dögum, John Finnis, staðhæfir hins vegar í Natural Law and Natural Rights (Oxford 1980/2005) á bls. 29 að með þessu sé gefin afskræmd mynd af náttúrurétti, enda hafi hún ekki stoð í heimildarritum. Hann segir á bls. 260, að „í þessari veröld, eins og hún er, kann réttlæti að þarfnast þess að vera tryggt með líkamlegu valdi; misbrestur á því að freista þess að veita með líkamlegu valdi viðnám gegn eyðileggingu og rupli innrásarherja, ræningja og þeirra sem af þvermóðsku virða lög að vettugi er jafnan réttlætisbrestur. Ef "virkni" er stillt upp sem andstæðu (eins og hún þarf ekki að vera) "réttlætis", er líkamlegt vald ekki eingöngu spurning um virkni.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fullveldi Íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni um, hvort Ísland skal gerast aðili að Evrópusambandinu. Hér er ekki ætlunin að brjóta fullveldishugtakið til mergjar, heldur víkja að skyldri spurningu, þ.e. hvort til eru náttúrulegir meginstafir laga er æðri séu settum lögum. Íslenzk lög hafa verið talin gilda um athafnir íslenzkra þegna svo langt sem fullveldi íslenzka ríkisins nær, og lög ríkja eru yfirleitt talin haldast í hendur við fullveldisrétt þeirra, en alþjóðalög voru talin gilda um athafnir ríkja en ekki einstaklinga. Þessi heimsmynd laga og réttar hefur þó verið að riðlast, ekki sízt fyrir tilverknað kenninga um náttúrurétt. Þær ganga út á, að unnt sé að gera greinarmun á réttu og röngu án þess að sækja svarið í sett lög. Í Nürnberg 1945 voru þýzkir stríðsglæpamenn dæmdir fyrir grimmdarverk framin á árunum 1939-45 með vísan til æðri ólögfestra náttúrulegra meginstafa. Ekki dugði hinum ákærðu að bera fyrir sig að þeir hefðu verið að framfylgja settum lögum þýzka ríkisins. Réttarþróun gengur í þá átt, að alþjóðalög gildi ekki eingöngu um athafnir ríkja, heldur einnig um menn og athafnir þeirra eða m.ö.o. að þau tryggi mannréttindi. Harðstjórar sem gerzt hafa sekir um grimmdarverk geta ekki lengur skýlt sér á bak við „ónáttúruleg“, manngerð hugtök, eins og „ríki“ og „fullveldi“. Allsherjarlögsaga dómstóla, þ.e. lögsaga sem óháð er landamærum ríkja, hefur hlotið vissa viðurkenningu. Yfirmaður útrýmingarbúða Þriðja ríkisins, Adolf Eichmann, flúði í stríðslok til Argentínu og fór þar huldu höfði, en leynilögregla Ísraels hafði upp á honum og flutti hann til Ísraels, þar sem hann var dæmdur og síðan hengdur 1962. Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekinn í Bretlandi 1999 og réttur settur yfir honum. Á vegum Sameinuðu þjóðanna var 2002 settur á laggir Alþjóðlegur glæpadómstóll (ICC) með aðsetri í Haag er hefur lögsögu hvarvetna. Er það gífurleg réttarfarsleg framför og sigur réttlætis. Misgjörðir pótentáta gegn eigin þegnum teljast ekki lengur innanríkismál eingöngu heldur getur dómstóllinn ákært þá – t.d. Milosevic, Karadzic, Mladic, Gaddafí og Assad – fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni og dæmt til refsingar. Í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) segir Sigurður Líndal á bls. 65: „Málum er miklu fremur þannig háttað, eins og Aristóteles benti á, að eðlisrétturinn er útfærður í settu réttarreglunum. Af þessu leiðir að sérhver grundvallarregla eðlisréttarins öðlast fulla viðurkenningu sem virk lagaregla með formlegri löghelgun þeirra stofnana þjóðfélagsins sem ákvarða gildi laga.“ Vissulega er það rétt, en það dugir ekki til, þegar glæpamenn hafa rænt ríkisvaldinu. Ummæli sín birtir Sigurður eins og um hans eigin hugsanir sé að ræða, en í reynd er hann að þýða norskan texta Davids R. Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992/1993), sem hann hefur tekið traustataki. Norðmennirnir segja á bls. 139: „Det er snarere slik, som allerede Aristoteles påpekte, at naturretten finnes nedfelt i enhver positiv rett. Dette utgangspunkt medförer at enhver naturrettslig grunnsetning får sin autoritative anerkjennelse gjennom de enkelte autoriseringssystemer som positiv rett.“ Allt sem Sigurður Líndal hefur um náttúrurétt að segja eru sex blaðsíður þýddar úr norsku fræðiriti, sem er fullt af missögnum. Gagnrýnislaust gleypir hann við hinum norsku rangfærslum. Ástæðan getur naumast verið önnur en að sjálfur hefur hann ekki þroskazt til sjálfstæðrar lögfræðilegrar hugsunar. Fræðimennska hans er sýndarmennska. Norðmennirnir lýsa ekki kenningu sinni um náttúrurétt sem réttarkenningu. Þeir staðhæfa, að náttúruréttarleg skuldbinding sé eingöngu af siðrænum toga og henni verði því einungis haldið fram með siðrænum meðulum, þ.e. ekki með því að beita líkamlegu valdi. Í þýðingu sinni segir Sigurður því: „Reglum eðlisréttarins fylgir ekkert annað en aðhald siðferðisins.“ Náttúrurétti hefur vissulega áður verið lýst þannig, þótt það sé staðlausir stafir. Helzti andmælandi náttúruréttar, Hans Kelsen, fullyrti í General Theory of Law and State (Harvard 1945/2006) á bls. 411, að náttúruréttur sé skipan sem „ekki aðeins lætur vera að mæla fyrir um líkamlega nauðung, heldur raunverulega hlýtur að banna líkamlega nauðung meðal manna“. Öflugasti málsvari náttúruréttar nú á dögum, John Finnis, staðhæfir hins vegar í Natural Law and Natural Rights (Oxford 1980/2005) á bls. 29 að með þessu sé gefin afskræmd mynd af náttúrurétti, enda hafi hún ekki stoð í heimildarritum. Hann segir á bls. 260, að „í þessari veröld, eins og hún er, kann réttlæti að þarfnast þess að vera tryggt með líkamlegu valdi; misbrestur á því að freista þess að veita með líkamlegu valdi viðnám gegn eyðileggingu og rupli innrásarherja, ræningja og þeirra sem af þvermóðsku virða lög að vettugi er jafnan réttlætisbrestur. Ef "virkni" er stillt upp sem andstæðu (eins og hún þarf ekki að vera) "réttlætis", er líkamlegt vald ekki eingöngu spurning um virkni.“
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar