Á fleiri félög en hinir bankarnir 11. nóvember 2011 06:00 Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“. Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“.
Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00