Á fleiri félög en hinir bankarnir 11. nóvember 2011 06:00 Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“. Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“.
Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00