Viðskipti innlent

Aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum skýrist í dag

Í dag munu Samtök atvinnulífsins funda með samninganefnd Alþyðusambands Íslands vegna komandi kjarasamninga. Á fundinum mun væntanlega skýrast hvort og með hvaða hætti ríkisstjórnin er tilbúin að koma að gerð nýrra kjarasamninga.

Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að alvarleg staða er nú í atvinnumálum landsmanna en um 14 þúsund eru á atvinnuleysisskrá og útlit fyrir að þeim fari fjölgandi ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að það sé eitt helsta verkefni Íslendinga framundan að kveða atvinnuleysið niður og undir það taka Samtök atvinnulífsins sem vilja hefja nýja atvinnusókn svo hægt sé að vinna til baka tapaðan kaupmátt og lífskjör þjóðarinnar.

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er mikið, þar voru 1.553 atvinnulausir um áramótin og hæsta hutfallslega atvinnuleysið á landinu eða 13,1% á meðan það var 8% á landsvísu. Á sama tíma blasa fjölmörg spennandi atvinnutækifæri við á Suðurnesjum sem verður að nýta.

Alvarleg staða á vinnumarkaðnum verður rædd á opnum fundi SA í Stapa Reykjanesbæ kl. 17.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×