Viðskipti innlent

Baugsskrifstofurnar leigðar út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Túngata 6 hýsti á sínum tíma skrifstofur Baugs.
Túngata 6 hýsti á sínum tíma skrifstofur Baugs.
Húsnæðið þar sem skrifstofur hins fallna Baugs hafa verið auglýstar til útleigu á netinu. Fram kemur á fasteignavefum að um sé að ræða tvær byggingar, sem eru alls rúmlega 500 fermetrar að stærð.

Húsnæðið var auglýst til útleigu í gær, en samkvæmt upplýsingum frá Guðlaugi Erni Þorsteinssyni fasteignasala hefur það verið í útleigu allt frá því að Baugur varð gjaldþrota. „Það hafa verið þarna lögmenn. Þeir stoppuðu nú reyndar tiltölulega stutt við, en þar á undan var einhverskonar tæknifyrirtæki," segir Guðlaugur.

Húsnæðið er í eigu fasteignafélagsins Reita sem áður hét Stoðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×