Viðræður standa yfir um skuldamál NTC-veldisins 6. janúar 2011 04:30 Svava Johansen sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankamanna sem hún hafi ekki skilið. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent