Strákarnir í stuði í Leirunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2011 07:00 Axel Bóasson sló frábærlega í gær, jafnaði vallarmetið og var nálægt því að bæta það í lokapúttinu. Mynd/Stefán Garðarsson/GSÍ Axel Bóasson 21 árs kylfingur úr Keili spilaði manna best á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik á Hólmsvelli í Leiru á Suðurnesjum í gær. Axel lék hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins og jafnaði vallarmetið. Hann var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Sæla, gleði, gleði og allir sáttir með þetta,“ voru fyrstu viðbrögð Axels sem deilir vallarmetinu sem Gunnar Þór Jóhannsson setti fyrir tíu árum. Axel segir Hólmsvöllinn henta sér vel. „Það má segja það. Að geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna. Ég er búinn að slá vel og þetta var vandræðalaust eins og sagt er,“ sagði Axel. Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili fylgja fast á hæla Axels. Alfreð og Kristján spiluðu hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Það var ekkert að detta á fyrri níu en svo datt fullt niður á seinni níu. Góð tveggja til þriggja metra pútt sem ég var að setja ofan í,“ sagði Alfreð Brynjar. Hann sagði hringinn sinn með besta í móti í sumar en þó hefðu fleiri pútt mátt detta. Kristján Þór tók í sama streng. „Þetta er fyrsti hringurinn sem ég spila í sumar án þess að tapa höggi þannig að ég myndi segja að þetta væri besti hringurinn minn í sumar,“ sagði Kristján Þór sem lauk hringnum á glæsilegum erni á 18. holu. Kristján Þór, sem spilað hefur háskólagolf í Bandaríkjunum í vetur líkt og Axel, hefur glímt við smávegis meiðsli í úlnliðnum. „Ég fann aðeins fyrir þessu í lok hringsins. Ákveðnar hreyfingar voru óþægilegar. Ég ætla að bera krem á þetta og vona það besta.“ Aðstæður voru frábærar í Leirunni í gær. Nokkuð stillt, kargi í lágmarki og því breiðar brautir sem henta vel högglöngum kylfingum. Draumaaðstæður fyrir þá sem kjósa lengd fram yfir nákvæmni í upphafshöggum sínum. „Það má segja það. Geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna,“ sagði Axel sem ætlar að styðjast við sömu uppskrift í dag og skóp árangur hans í gær. „Sama hugarfar. Vera rólegur og hafa gaman af þessu,“ sagði Axel. Dregið var í ráshópa gærdagsins en í dag verða kylfingar ræstir út miðað við frammistöðuna í gær. Axel, Alfreð Brynjar og Kristján Þór fara því síðastir út eftir hádegi. 72 kylfingar komast í gegnum niðurskurðinn í karlaflokki fyrir síðustu 36 holurnar sem leiknar verða um helgina. Golf Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Sjá meira
Axel Bóasson 21 árs kylfingur úr Keili spilaði manna best á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik á Hólmsvelli í Leiru á Suðurnesjum í gær. Axel lék hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins og jafnaði vallarmetið. Hann var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Sæla, gleði, gleði og allir sáttir með þetta,“ voru fyrstu viðbrögð Axels sem deilir vallarmetinu sem Gunnar Þór Jóhannsson setti fyrir tíu árum. Axel segir Hólmsvöllinn henta sér vel. „Það má segja það. Að geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna. Ég er búinn að slá vel og þetta var vandræðalaust eins og sagt er,“ sagði Axel. Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili fylgja fast á hæla Axels. Alfreð og Kristján spiluðu hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Það var ekkert að detta á fyrri níu en svo datt fullt niður á seinni níu. Góð tveggja til þriggja metra pútt sem ég var að setja ofan í,“ sagði Alfreð Brynjar. Hann sagði hringinn sinn með besta í móti í sumar en þó hefðu fleiri pútt mátt detta. Kristján Þór tók í sama streng. „Þetta er fyrsti hringurinn sem ég spila í sumar án þess að tapa höggi þannig að ég myndi segja að þetta væri besti hringurinn minn í sumar,“ sagði Kristján Þór sem lauk hringnum á glæsilegum erni á 18. holu. Kristján Þór, sem spilað hefur háskólagolf í Bandaríkjunum í vetur líkt og Axel, hefur glímt við smávegis meiðsli í úlnliðnum. „Ég fann aðeins fyrir þessu í lok hringsins. Ákveðnar hreyfingar voru óþægilegar. Ég ætla að bera krem á þetta og vona það besta.“ Aðstæður voru frábærar í Leirunni í gær. Nokkuð stillt, kargi í lágmarki og því breiðar brautir sem henta vel högglöngum kylfingum. Draumaaðstæður fyrir þá sem kjósa lengd fram yfir nákvæmni í upphafshöggum sínum. „Það má segja það. Geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna,“ sagði Axel sem ætlar að styðjast við sömu uppskrift í dag og skóp árangur hans í gær. „Sama hugarfar. Vera rólegur og hafa gaman af þessu,“ sagði Axel. Dregið var í ráshópa gærdagsins en í dag verða kylfingar ræstir út miðað við frammistöðuna í gær. Axel, Alfreð Brynjar og Kristján Þór fara því síðastir út eftir hádegi. 72 kylfingar komast í gegnum niðurskurðinn í karlaflokki fyrir síðustu 36 holurnar sem leiknar verða um helgina.
Golf Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Sjá meira