Rannsóknarnefndir og þrígreining ríkisvalds Róbert R. Spanó skrifar 22. júlí 2011 06:00 Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrifum mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grundvallar nýsettum lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða sakamál sem hlaut endanlega málsmeðferð fyrir lögreglu og dómstólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þá hefur Hæstiréttur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttarríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breytingar á lagareglum um endurupptöku ef til þess standa frambærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikillar varfærni, enda þarf jafnan mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum meginreglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds verða að virða þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrifum mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grundvallar nýsettum lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða sakamál sem hlaut endanlega málsmeðferð fyrir lögreglu og dómstólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þá hefur Hæstiréttur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttarríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breytingar á lagareglum um endurupptöku ef til þess standa frambærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikillar varfærni, enda þarf jafnan mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum meginreglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds verða að virða þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar