Vilja treysta á vind og sól 31. maí 2011 05:30 Norbert Röttgen umhverfisráðherra, Philipp Rösler efnahagsráðherra og Angela Merkel, kanslari þýsku stjórnarinnar. nordicphotos/AFP „Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira