Vilja treysta á vind og sól 31. maí 2011 05:30 Norbert Röttgen umhverfisráðherra, Philipp Rösler efnahagsráðherra og Angela Merkel, kanslari þýsku stjórnarinnar. nordicphotos/AFP „Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
„Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira