Viðskipti innlent

Actavis dæmt til að greiða 20 milljarða í sekt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Claudio Albrecth, forstjóri Actavis.
Claudio Albrecth, forstjóri Actavis.
Tvær starfsstöðvar Actavis í Bandaríkjunum voru í dag dæmdar til að greiða 170 milljón dala, eða tæpa 20 milljarða króna, sekt.

Ástæðan er sú að sannað þótti að fyrirtækið hafi hækkað verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum, sem heita Medicaid þar í landi.

Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni er um að ræða starfsstöðvarnar Actavis Mid-Atlantic LLC og Actavis Elizabeth LLC.

Það voru dómarar við fylkisdómstólinn í Austin í Texas sem kváðu upp dóminn í dag. Saksóknarinn, Greg Abbott, sagði í yfirlýsingu að hundruð milljónir dala væri í húfi.

„Þar sem hundruð milljóna dala eru í húfi, munum við halda áfram að sækja á framleiðendur sem tilkynna rangt verð til Medicaid og svindla á skattgreiðendum," sagði Abbott í yfirlýsingu sem Bloomberg birtir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×