
Sekt hinna saklausu
Karlmenn koma ekki vel út úr hvers kyns tölfræði. Við deyjum fyrr en konur, fáum undarlega há laun miðað við þær, og svo erum við líka ofbeldisfyllri. Yfir 80% heimilisofbeldis eru af völdum karlmanna. Yfir 80% kærðra nauðgana eru af hendi karlmanna. Einræðisherrar eru í 100% tilvikum karlmenn (ég man ekki eftir einni „einræðisfrú").
Karlmenn, kannski hljómar þetta öfgafullt, en sú staðreynd að við erum karlmenn gerir okkur að sökudólgum. Hvers vegna? Því annað hvort ert þú einn þessara 16% karlmanna sem beita konur ofbeldi. Við þig vil ég einfaldlega segja: Éttu skít.
Eða þú ert einn hinna karlmannanna, og við erum sem betur fer í miklum meirihluta eða 84%. Við þig segi ég: Einhver vina þinna er að beita konuna sína ofbeldi. Þótt þú neitir að trúa því, þá sýnir tölfræðin það. Og það er í þínum verkahring að gera eitthvað í málinu. Þótt þú tilheyrir þessum 84% ertu ekki saklaus, því stundum er aðgerðarleysi líka glæpur. Að ójafnrétti og ofbeldi þrífist í samfélagi okkar er ekki bara sumum að kenna, það er öllum að kenna. Líka þér.
Karlmenn, þorum að tala gegn misrétti þegar við verðum þess varir. Að þegja og líta undan jafngildir samþykki. Þorum að þagga niður í karlrembunum í kringum okkur og koma þeim þangað sem þær eiga heima - á fornminjasafn. Þorum að spyrja ef okkur grunar vafasama hegðun heima hjá vini okkar, því ef við gerum það ekki erum við að leggja blessun okkar yfir ofbeldi og óréttlæti. Ef aftur á móti allir láta til sín taka í jafnréttisbaráttunni - þar á meðal þú - getur Ísland orðið enn betra samfélag til að búa í.
+++++++++++++++++
Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).
Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun

Verum bleik – fyrir okkur öll!
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista?
Davíð Bergmann skrifar

Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi
Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Vanþekking
Eymundur Eymundsson skrifar

Hvalreki eða Maybe Mútur?
Pétur Heimisson skrifar

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar
Bryndís Skarphéðinsdóttir,Margrét Wendt,Ólína Laxdal skrifar

Hittumst og ræðum um menntamál!
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga
Hildur Harðardóttir skrifar

Stígum öll upp úr skotgröfunum
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Átt þú barn með ADHD?
Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Transvæðingin og umræðan
Eva Hauksdóttir skrifar

Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs
Sigurður Gylfi Magnússon skrifar

Stórtækar umbætur í fangelsismálum
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Við getum víst hindrað laxastrok
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma
Finnur Beck skrifar

Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika
Jódís Skúladóttir skrifar

… hver er á bakvakt?
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Lygarinn, ég?
Jón Ármann Steinsson skrifar

Nokkur orð um Sinfó
Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi
Arne Feuerhahn skrifar

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir
Skúli Helgason skrifar

Ópera - framtíðin er björt!
Andri Björn Róbertsson skrifar

Þegar lítil þúfa...
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Að brenna bláa akurinn
Jón Kaldal skrifar

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar