NBA í nótt: Allt undir hjá Miami sem vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 09:00 Chris Bosh var öflugur í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og var komið í mikil vandræði, sérstaklega þar sem liðið hafði unnið aðeins einn leik af níu gegn fimm sterkustu liðum deildarinnar. Leikmenn Miami þurftu því að sanna sig - að þeir gætu unnið bestu liðin og ættu þar með erindi í úrslitakeppnina. Þessi eini áðurnefndi sigur kom reyndar gegn Lakers fyrr í vetur og hefur því Miami unnið báða leiki sína gegn ríkjandi meisturum deildarinnar. Miami batt þar að auki enda á átta leikja sigurgöngu Lakers með sigrinum í nótt. „Það var allt undir í þessum leik, í sannleika sagt," sagði Chris Bosh sem hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur af leikmönnum liðsins. Hann sagði eftir síðasta leik, þegar að Miami tapaði fyrir Chicago, að hann vildi fá fleiri skot og hann fékk þau í nótt. Hann skoraði alls 24 stig í leiknum. Dwyane Wade var einnig öflugur og skoraði 20 stig. LeBron James var með nítján stig og troðsla hans þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom Miami yfir í síðasta sinn í leiknum. Miami komst þá yfir, 90-88, en Lakers átti ekki eftir að ná að svara fyrir sig og Miami kláraði leikinn með því að skora síðustu sex stigin. Varamenn Miami skiluðu aðeins átta stigum af sér í leiknum gegn Chicago en þau urðu alls 22 í kvöld. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig og Pau Gasol kom næstur með 20. Þrjú efstu liðin í Austurdeildinni - Boston, Chicago og Miami - eru nú komin áfram í úrslitakeppnina og sömuleiðis San Antonio, toppliðið í Vesturdeildinni. Dallas vann New York, 127-109. Dirk Nowitzky skoraði 23 stig, Shawn Marion var með 22 og Jason Terry 21 fyrir Dallas. Denver vann Phoenix, 116-91. Nene skoraði 22 stig á 26 mínútum fyrir Denver sem hafði tapað fyrir Phoenix þrettán sinnum í röð fyrir leik liðanna í nótt. NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og var komið í mikil vandræði, sérstaklega þar sem liðið hafði unnið aðeins einn leik af níu gegn fimm sterkustu liðum deildarinnar. Leikmenn Miami þurftu því að sanna sig - að þeir gætu unnið bestu liðin og ættu þar með erindi í úrslitakeppnina. Þessi eini áðurnefndi sigur kom reyndar gegn Lakers fyrr í vetur og hefur því Miami unnið báða leiki sína gegn ríkjandi meisturum deildarinnar. Miami batt þar að auki enda á átta leikja sigurgöngu Lakers með sigrinum í nótt. „Það var allt undir í þessum leik, í sannleika sagt," sagði Chris Bosh sem hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur af leikmönnum liðsins. Hann sagði eftir síðasta leik, þegar að Miami tapaði fyrir Chicago, að hann vildi fá fleiri skot og hann fékk þau í nótt. Hann skoraði alls 24 stig í leiknum. Dwyane Wade var einnig öflugur og skoraði 20 stig. LeBron James var með nítján stig og troðsla hans þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom Miami yfir í síðasta sinn í leiknum. Miami komst þá yfir, 90-88, en Lakers átti ekki eftir að ná að svara fyrir sig og Miami kláraði leikinn með því að skora síðustu sex stigin. Varamenn Miami skiluðu aðeins átta stigum af sér í leiknum gegn Chicago en þau urðu alls 22 í kvöld. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig og Pau Gasol kom næstur með 20. Þrjú efstu liðin í Austurdeildinni - Boston, Chicago og Miami - eru nú komin áfram í úrslitakeppnina og sömuleiðis San Antonio, toppliðið í Vesturdeildinni. Dallas vann New York, 127-109. Dirk Nowitzky skoraði 23 stig, Shawn Marion var með 22 og Jason Terry 21 fyrir Dallas. Denver vann Phoenix, 116-91. Nene skoraði 22 stig á 26 mínútum fyrir Denver sem hafði tapað fyrir Phoenix þrettán sinnum í röð fyrir leik liðanna í nótt.
NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira