NBA í nótt: Allt undir hjá Miami sem vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 09:00 Chris Bosh var öflugur í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og var komið í mikil vandræði, sérstaklega þar sem liðið hafði unnið aðeins einn leik af níu gegn fimm sterkustu liðum deildarinnar. Leikmenn Miami þurftu því að sanna sig - að þeir gætu unnið bestu liðin og ættu þar með erindi í úrslitakeppnina. Þessi eini áðurnefndi sigur kom reyndar gegn Lakers fyrr í vetur og hefur því Miami unnið báða leiki sína gegn ríkjandi meisturum deildarinnar. Miami batt þar að auki enda á átta leikja sigurgöngu Lakers með sigrinum í nótt. „Það var allt undir í þessum leik, í sannleika sagt," sagði Chris Bosh sem hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur af leikmönnum liðsins. Hann sagði eftir síðasta leik, þegar að Miami tapaði fyrir Chicago, að hann vildi fá fleiri skot og hann fékk þau í nótt. Hann skoraði alls 24 stig í leiknum. Dwyane Wade var einnig öflugur og skoraði 20 stig. LeBron James var með nítján stig og troðsla hans þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom Miami yfir í síðasta sinn í leiknum. Miami komst þá yfir, 90-88, en Lakers átti ekki eftir að ná að svara fyrir sig og Miami kláraði leikinn með því að skora síðustu sex stigin. Varamenn Miami skiluðu aðeins átta stigum af sér í leiknum gegn Chicago en þau urðu alls 22 í kvöld. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig og Pau Gasol kom næstur með 20. Þrjú efstu liðin í Austurdeildinni - Boston, Chicago og Miami - eru nú komin áfram í úrslitakeppnina og sömuleiðis San Antonio, toppliðið í Vesturdeildinni. Dallas vann New York, 127-109. Dirk Nowitzky skoraði 23 stig, Shawn Marion var með 22 og Jason Terry 21 fyrir Dallas. Denver vann Phoenix, 116-91. Nene skoraði 22 stig á 26 mínútum fyrir Denver sem hafði tapað fyrir Phoenix þrettán sinnum í röð fyrir leik liðanna í nótt. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og var komið í mikil vandræði, sérstaklega þar sem liðið hafði unnið aðeins einn leik af níu gegn fimm sterkustu liðum deildarinnar. Leikmenn Miami þurftu því að sanna sig - að þeir gætu unnið bestu liðin og ættu þar með erindi í úrslitakeppnina. Þessi eini áðurnefndi sigur kom reyndar gegn Lakers fyrr í vetur og hefur því Miami unnið báða leiki sína gegn ríkjandi meisturum deildarinnar. Miami batt þar að auki enda á átta leikja sigurgöngu Lakers með sigrinum í nótt. „Það var allt undir í þessum leik, í sannleika sagt," sagði Chris Bosh sem hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur af leikmönnum liðsins. Hann sagði eftir síðasta leik, þegar að Miami tapaði fyrir Chicago, að hann vildi fá fleiri skot og hann fékk þau í nótt. Hann skoraði alls 24 stig í leiknum. Dwyane Wade var einnig öflugur og skoraði 20 stig. LeBron James var með nítján stig og troðsla hans þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom Miami yfir í síðasta sinn í leiknum. Miami komst þá yfir, 90-88, en Lakers átti ekki eftir að ná að svara fyrir sig og Miami kláraði leikinn með því að skora síðustu sex stigin. Varamenn Miami skiluðu aðeins átta stigum af sér í leiknum gegn Chicago en þau urðu alls 22 í kvöld. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig og Pau Gasol kom næstur með 20. Þrjú efstu liðin í Austurdeildinni - Boston, Chicago og Miami - eru nú komin áfram í úrslitakeppnina og sömuleiðis San Antonio, toppliðið í Vesturdeildinni. Dallas vann New York, 127-109. Dirk Nowitzky skoraði 23 stig, Shawn Marion var með 22 og Jason Terry 21 fyrir Dallas. Denver vann Phoenix, 116-91. Nene skoraði 22 stig á 26 mínútum fyrir Denver sem hafði tapað fyrir Phoenix þrettán sinnum í röð fyrir leik liðanna í nótt.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira