Milljónir teknar út úr SpKef fyrir helgi Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 6. mars 2011 18:29 Tugir milljóna voru teknar út af reikningum í SPKEf á föstudag vegna yfirvofandi samruna sparisjóðsins og Landsbankans. Óttast er að stórir viðskiptavinir SPkef hyggist taka út sínar innstæður þegar bankinn opnar á morgun. Þegar ljóst var að SPkef sparisjóður yrði yfirtekinn af Landsbanka Íslands var stór hluti af lausafjár bankans tekinn út. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þeir sem taka peningana út eru þannig ekki hræddir við að tapa þeim, heldur er um að ræða innlán þeirra aðila sem ekki vilja eiga í viðskiptum við Landsbankann. Samkvæmt heimildum fréttastofu má ennfremur leiða líkur að því frekari upphæðir verði teknar út á mánudaginn. Stærstu viðskiptavinir Spkef sparisjóðs eru sveitarfélögu, stofnanir og fyrirtæki. Þessi viðskiptavinir eiga í samningsviðskiptum við sparisjóðinn sem þýðir að viðskiptin eru bundin í vissan tíma. Í flestum tilfellum er um að ræða samninga sem gilda viku í senn, mánuð eða ársfjórðung. Heimildir fréttastofu herma að einhverjir þessara viðskiptavina endurnýji ekki samning sinn þegar hann verður laus þar sem næst verður samningurinn gerður við Landsbankann eftir samruna hans og SPkef sparisjóðs. Ríkið lagði Landsbankanum til ellefu komma tvo milljarða við samruna hans við SPkef til að uppfyllla lögbundna kröfu um eigið fé. Sú tala er miðuð við stöðu SPkef áður en innstæðurnar voru teknar út. Þannig gæti kostnaður ríkisins við samrunann aukist verulega ef fleiri viðskiptavinir neita að endurnýja samninga sína til að Landsbankinn standist þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið setur. Því bíður Landsbankanum það verkefni að sannfæra þessa viðskiptavini um að halda áfram viðskiptum þrátt fyrir samrunann. Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Tugir milljóna voru teknar út af reikningum í SPKEf á föstudag vegna yfirvofandi samruna sparisjóðsins og Landsbankans. Óttast er að stórir viðskiptavinir SPkef hyggist taka út sínar innstæður þegar bankinn opnar á morgun. Þegar ljóst var að SPkef sparisjóður yrði yfirtekinn af Landsbanka Íslands var stór hluti af lausafjár bankans tekinn út. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þeir sem taka peningana út eru þannig ekki hræddir við að tapa þeim, heldur er um að ræða innlán þeirra aðila sem ekki vilja eiga í viðskiptum við Landsbankann. Samkvæmt heimildum fréttastofu má ennfremur leiða líkur að því frekari upphæðir verði teknar út á mánudaginn. Stærstu viðskiptavinir Spkef sparisjóðs eru sveitarfélögu, stofnanir og fyrirtæki. Þessi viðskiptavinir eiga í samningsviðskiptum við sparisjóðinn sem þýðir að viðskiptin eru bundin í vissan tíma. Í flestum tilfellum er um að ræða samninga sem gilda viku í senn, mánuð eða ársfjórðung. Heimildir fréttastofu herma að einhverjir þessara viðskiptavina endurnýji ekki samning sinn þegar hann verður laus þar sem næst verður samningurinn gerður við Landsbankann eftir samruna hans og SPkef sparisjóðs. Ríkið lagði Landsbankanum til ellefu komma tvo milljarða við samruna hans við SPkef til að uppfyllla lögbundna kröfu um eigið fé. Sú tala er miðuð við stöðu SPkef áður en innstæðurnar voru teknar út. Þannig gæti kostnaður ríkisins við samrunann aukist verulega ef fleiri viðskiptavinir neita að endurnýja samninga sína til að Landsbankinn standist þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið setur. Því bíður Landsbankanum það verkefni að sannfæra þessa viðskiptavini um að halda áfram viðskiptum þrátt fyrir samrunann.
Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira