Pólitík í frumvarpi til barnalaga Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upphaflega tilbúið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þannig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokkuð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldris og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvarandi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er einmitt vegna þess að dómaraheimild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá - hlýtur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meirihluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheimild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafnvel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjáin sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verður þess að þessi regla um skiptingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskiptunum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengnisforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferðin þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjöreyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadóttur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarpið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi. Ráðherra virðist þannig eingöngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum staðreyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjarnefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frumvarpi sem unnið var í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Breytingarnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræðið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostnaður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upphaflega tilbúið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þannig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokkuð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldris og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvarandi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er einmitt vegna þess að dómaraheimild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá - hlýtur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meirihluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheimild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafnvel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjáin sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verður þess að þessi regla um skiptingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskiptunum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengnisforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferðin þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjöreyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadóttur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarpið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi. Ráðherra virðist þannig eingöngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum staðreyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjarnefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar