Hugljúf og grípandi Freyr Bjarnason skrifar 24. nóvember 2011 11:30 Wonderful Secrets með Togga. Toggi. Wonderful Secrets. Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Með þeirri lagasmíð sýndi Toggi og sannaði að hann getur samið grípandi popplög og það er einmitt slatti af þeim á Wonderful Secrets. Platan er fjölbreyttari en sú fyrri og meiri hljómsveitarbragur á henni enda samdi Toggi lögin í samstarfi við hljómsveit sína sem hann stofnaði eftir útgáfu fyrstu plötunnar Puppy. Toggi daðrar við ástina í textum sínum og lögin eru mörg hver hugljúf. Platan hefst á fínu lagi, Let Them Bleed, þar sem tekist er á við bankahrunið. Nokkur góð fylgja í kjölfarið, þar á meðal Violet Drama Queen og Wonderful sem er besta lag plötunnar. Gæðin eru minni á seinni helmingnum. Aðeins hið dansskotna The One You Used to Skip stendur fyrir sínu á meðan rólegu lögin Secrets, Lancelot & Guinevere, I Collect Books og Karaoke Night eru ekki nógu spennandi. Svo virðist sem Togga fari betur að semja hefðbundin, silkimjúk popplög sem límast við heilann heldur en tilfinningaríkar ballöður. Sem sagt: Toggi kann að semja hugljúf og grípandi popplög. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Toggi. Wonderful Secrets. Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Með þeirri lagasmíð sýndi Toggi og sannaði að hann getur samið grípandi popplög og það er einmitt slatti af þeim á Wonderful Secrets. Platan er fjölbreyttari en sú fyrri og meiri hljómsveitarbragur á henni enda samdi Toggi lögin í samstarfi við hljómsveit sína sem hann stofnaði eftir útgáfu fyrstu plötunnar Puppy. Toggi daðrar við ástina í textum sínum og lögin eru mörg hver hugljúf. Platan hefst á fínu lagi, Let Them Bleed, þar sem tekist er á við bankahrunið. Nokkur góð fylgja í kjölfarið, þar á meðal Violet Drama Queen og Wonderful sem er besta lag plötunnar. Gæðin eru minni á seinni helmingnum. Aðeins hið dansskotna The One You Used to Skip stendur fyrir sínu á meðan rólegu lögin Secrets, Lancelot & Guinevere, I Collect Books og Karaoke Night eru ekki nógu spennandi. Svo virðist sem Togga fari betur að semja hefðbundin, silkimjúk popplög sem límast við heilann heldur en tilfinningaríkar ballöður. Sem sagt: Toggi kann að semja hugljúf og grípandi popplög.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira