Formaður dómaranefndar ósammála Antoni og Hlyni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2011 14:42 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær. Þar sem þeir slepptu því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann og hann er því löglegur í næsta leik liðanna. "Þeir mátu það sem svo að brotið væri ekki þess eðlis að þeir þyrftu að skila inn skýrslu. Þeir meta það sem svo að brotið hafi ekki verið þess eðlis að leikmaðurinn hafi rænt andstæðing skoti að marki," sagði Guðjón við Vísi en hann óskaði eftir skýrslu frá dómurunum um hvers vegna þeir hefðu ákveðið að sleppa því að senda inn skýrsluna. "Þeir meta það sem svo að brotið hafi átt sér stað án vafa. Þeir telja aftur á móti að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefinu. Sem sagt eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir," sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. Guðjón segist hafa viljað sjá málið fara í þann farveg að dómararnir hefðu skilað inn skýrslu. Aganefnd hefði í kjölfarið tekið málið fyrir og síðan dæmt hvort rétt væri að senda Guðmund í bann eður ei. "Mér finnst það vera réttur farvegur. Ég virði samt skoðun dómaranna. Ég skipa þeim ekki fyrir. Þeir eru dómararnir og taka ákvarðanir. Eina sem ég get gert er að leiðbeina þeim," sagði Guðjón en hann vill fá það skýrt frá EHF hvort beri alltaf að skila agaskýrslu eftir rautt spjald eður ei. "Ég taldi skýrt að það þyrfti að skila inn skýrslu en ber virðingu fyrir þeirra túlkun að þeir þurfi ekki að skila skýrslu. Úr þessu þurfum við samt að fá skorið svo hægt verði að vinna þessi mál í ákveðnum farvegi í framtíðinni." Olís-deild karla Tengdar fréttir Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22 Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær. Þar sem þeir slepptu því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann og hann er því löglegur í næsta leik liðanna. "Þeir mátu það sem svo að brotið væri ekki þess eðlis að þeir þyrftu að skila inn skýrslu. Þeir meta það sem svo að brotið hafi ekki verið þess eðlis að leikmaðurinn hafi rænt andstæðing skoti að marki," sagði Guðjón við Vísi en hann óskaði eftir skýrslu frá dómurunum um hvers vegna þeir hefðu ákveðið að sleppa því að senda inn skýrsluna. "Þeir meta það sem svo að brotið hafi átt sér stað án vafa. Þeir telja aftur á móti að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefinu. Sem sagt eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir," sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. Guðjón segist hafa viljað sjá málið fara í þann farveg að dómararnir hefðu skilað inn skýrslu. Aganefnd hefði í kjölfarið tekið málið fyrir og síðan dæmt hvort rétt væri að senda Guðmund í bann eður ei. "Mér finnst það vera réttur farvegur. Ég virði samt skoðun dómaranna. Ég skipa þeim ekki fyrir. Þeir eru dómararnir og taka ákvarðanir. Eina sem ég get gert er að leiðbeina þeim," sagði Guðjón en hann vill fá það skýrt frá EHF hvort beri alltaf að skila agaskýrslu eftir rautt spjald eður ei. "Ég taldi skýrt að það þyrfti að skila inn skýrslu en ber virðingu fyrir þeirra túlkun að þeir þurfi ekki að skila skýrslu. Úr þessu þurfum við samt að fá skorið svo hægt verði að vinna þessi mál í ákveðnum farvegi í framtíðinni."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22 Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22
Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14