Umfjöllun: Snæfell aftur á sigurbraut Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 23. mars 2011 20:55 Mynd/Valli Það var mikil spenna í loftinu í „Fjárhúsinu" fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði „sínum" leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73. Stuðningsmenn Hauka voru áberandi – og fámennur hópur þeirra sem fylgdi liðinu í fyrsta leikinn á dögunum hafði vaxið eins og íslenskur banki á miðjum síðasta áratug. Haukur Óskarsson skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Hauka með þriggja stiga skoti og hélt uppteknum hætti frá því í leiknum á Ásvöllum þar sem hann skoraði fjórar slíkar úr átta tilraunum. Tvö fyrstu skot heimamanna voru langt frá því að fara í gegnum hringinn og það sást vel að taugarnar voru þandar hjá meisturunum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka hélt uppteknum hætti og lét sína menn leika eins hægt og hugsast getur. Leikaðferðin afar einföld og Gerald Robinson miðherji liðsins fékk boltann í hendurnar nánast í hverri einustu sókn. Ryan Amaroso, bandaríski miðherjinn í liði Snæfells, er ekki heimsins besti varnarmaður og það reyndu Haukar að nýta sér. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði fyrstu þrjú stig Snæfells úr vítaskotum og Jón Ólafur Jónsson jafnaði metin í 5-5 þegar 4 mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á um að skora það sem eftir lifði leikhlutans og munurinn var aldrei mikill. Semaj Inge lét vita af sér undir lok fyrsta leikhluta með „risatroðslu" eftir að hafa farið upp endalínuna – glæsileg tilþrif. Á sama tíma klúðruðu heimamenn tveimur sóknum í röð og Haikar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 16-15. Sean Burton var langt frá sínu besta í fyrsta leikhluta en reyndi að skjóta sig í gang eftir góða rispu frá Haukum í upphafi annars leikhluta. Burton snéri sig illa á ökkla í fyrsta leiknum og lék aðeins í 10 mínútur í þeim leik og hann var ekki að gera neina stórkostlega hluti í öðrum leiknum í Hafnarfirði. Staðan var 22-22 þegar 3 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Mun meiri kraftur var í liði Snæfells og greinilegt að menn voru að átta sig á alvörunni. „Nonni Mæju" kom Snæfellsliðinu yfir 24-22 og varnarleikur heimamanna efldist. Semaj Inge átti sviðið um tíma þegar hann varði skot frá „Nonna Mæju" með þvílíkum tilþrifum að stuðningsmenn Hauka ærðust. Staðan var 28-29 fyrir Hauka þegar 5 mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Það var greinilegt að Ingi Þór þjálfari Snæfells hafði lagt það upp að reyna að keyra upp hraðann í leiknum en Haukarnir héldu sig við leikáætlunina – og tóku helst ekki skot fyrr en 24 sekúndna skotklukkan var að renna út. Staðan í hálfleik var 46-42 fyrir Snæfell. Amaroso skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik, 48-42. Haukarnir náðu ekki að skora fyrstu tvær mínúturnar og varnarleikur Snæfells var góður. Amaroso náði einu „iðnaðartroði" og fékk villu að auki og kom heimamönnum í 50-43 þegar 3 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. „Nonni Mæju" sökkti einni þriggja stiga í kjölfarið og staðan var skyndilega 54-43. Zeljko Bojovic bætti við þremur stigum í næstu sókn og útlitið var gott fyrir meistarana á þessum tíma, 59-45. Þessi munur hélst út þriðja leikhlutann og fátt sem benti til þess að nýliðar Hauka myndu ná að minnka muninn á ný. Pálmi Freyr Sigurgeirsson „sökkti" einum þrist í horninu á lokamínútunni og staðan fyrir lokafjórðunginn var 69-56 fyrir Snæfell. Fjórði leikhlutinn byrjaði með látum þar sem að Amaroso ætlaði að troða eftir hraðaupphlaup – Robinson varði skotið en hann fékk dæmda villu á sig. Amaroso hitti úr báðum vítaskotunum og munurinn var 15 stig, 71-56. Emil Jóhannsson tók fína rispu í fjórða leikhlutanum og skoraði tvær körfur í röð en hann var ekki áberandi í sóknarleiknum í fyrstu tveimur leikjunum. Snæfellsliðið þarf meira framlag frá honum í næstu leikjum ætli liðið sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn á ný. Snæfell - Haukar 87-73 (46-42)Snæfell: Ryan Amaroso 27/15 fráköst, Sean Burton 14/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 9/8 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 4, Atli Rafn Hreinsson 1.Haukar: Gerald Robinson 22/14 fráköst, Semaj Inge 18/8 fráköst, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Haukur Óskarsson 8, Sævar Ingi Haraldsson 6, Óskar Ingi Magnússon 2, Emil Barja 1. Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
Það var mikil spenna í loftinu í „Fjárhúsinu" fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði „sínum" leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73. Stuðningsmenn Hauka voru áberandi – og fámennur hópur þeirra sem fylgdi liðinu í fyrsta leikinn á dögunum hafði vaxið eins og íslenskur banki á miðjum síðasta áratug. Haukur Óskarsson skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Hauka með þriggja stiga skoti og hélt uppteknum hætti frá því í leiknum á Ásvöllum þar sem hann skoraði fjórar slíkar úr átta tilraunum. Tvö fyrstu skot heimamanna voru langt frá því að fara í gegnum hringinn og það sást vel að taugarnar voru þandar hjá meisturunum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka hélt uppteknum hætti og lét sína menn leika eins hægt og hugsast getur. Leikaðferðin afar einföld og Gerald Robinson miðherji liðsins fékk boltann í hendurnar nánast í hverri einustu sókn. Ryan Amaroso, bandaríski miðherjinn í liði Snæfells, er ekki heimsins besti varnarmaður og það reyndu Haukar að nýta sér. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði fyrstu þrjú stig Snæfells úr vítaskotum og Jón Ólafur Jónsson jafnaði metin í 5-5 þegar 4 mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á um að skora það sem eftir lifði leikhlutans og munurinn var aldrei mikill. Semaj Inge lét vita af sér undir lok fyrsta leikhluta með „risatroðslu" eftir að hafa farið upp endalínuna – glæsileg tilþrif. Á sama tíma klúðruðu heimamenn tveimur sóknum í röð og Haikar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 16-15. Sean Burton var langt frá sínu besta í fyrsta leikhluta en reyndi að skjóta sig í gang eftir góða rispu frá Haukum í upphafi annars leikhluta. Burton snéri sig illa á ökkla í fyrsta leiknum og lék aðeins í 10 mínútur í þeim leik og hann var ekki að gera neina stórkostlega hluti í öðrum leiknum í Hafnarfirði. Staðan var 22-22 þegar 3 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Mun meiri kraftur var í liði Snæfells og greinilegt að menn voru að átta sig á alvörunni. „Nonni Mæju" kom Snæfellsliðinu yfir 24-22 og varnarleikur heimamanna efldist. Semaj Inge átti sviðið um tíma þegar hann varði skot frá „Nonna Mæju" með þvílíkum tilþrifum að stuðningsmenn Hauka ærðust. Staðan var 28-29 fyrir Hauka þegar 5 mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Það var greinilegt að Ingi Þór þjálfari Snæfells hafði lagt það upp að reyna að keyra upp hraðann í leiknum en Haukarnir héldu sig við leikáætlunina – og tóku helst ekki skot fyrr en 24 sekúndna skotklukkan var að renna út. Staðan í hálfleik var 46-42 fyrir Snæfell. Amaroso skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik, 48-42. Haukarnir náðu ekki að skora fyrstu tvær mínúturnar og varnarleikur Snæfells var góður. Amaroso náði einu „iðnaðartroði" og fékk villu að auki og kom heimamönnum í 50-43 þegar 3 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. „Nonni Mæju" sökkti einni þriggja stiga í kjölfarið og staðan var skyndilega 54-43. Zeljko Bojovic bætti við þremur stigum í næstu sókn og útlitið var gott fyrir meistarana á þessum tíma, 59-45. Þessi munur hélst út þriðja leikhlutann og fátt sem benti til þess að nýliðar Hauka myndu ná að minnka muninn á ný. Pálmi Freyr Sigurgeirsson „sökkti" einum þrist í horninu á lokamínútunni og staðan fyrir lokafjórðunginn var 69-56 fyrir Snæfell. Fjórði leikhlutinn byrjaði með látum þar sem að Amaroso ætlaði að troða eftir hraðaupphlaup – Robinson varði skotið en hann fékk dæmda villu á sig. Amaroso hitti úr báðum vítaskotunum og munurinn var 15 stig, 71-56. Emil Jóhannsson tók fína rispu í fjórða leikhlutanum og skoraði tvær körfur í röð en hann var ekki áberandi í sóknarleiknum í fyrstu tveimur leikjunum. Snæfellsliðið þarf meira framlag frá honum í næstu leikjum ætli liðið sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn á ný. Snæfell - Haukar 87-73 (46-42)Snæfell: Ryan Amaroso 27/15 fráköst, Sean Burton 14/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 9/8 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 4, Atli Rafn Hreinsson 1.Haukar: Gerald Robinson 22/14 fráköst, Semaj Inge 18/8 fráköst, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Haukur Óskarsson 8, Sævar Ingi Haraldsson 6, Óskar Ingi Magnússon 2, Emil Barja 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira