Erlent

Stunginn til bana á Oxford Street - ellefu í haldi

Mynd/AFP
Fjórtán hafa verið handteknir og ellefu eru í haldi lögreglu í kjölfar morðs sem framið var á einni fjölförnustu verslunargötu heims, Oxford Street í Lundúnum. Átján ára karlmaður var stunginn til bana fyrir framan íþróttavörubúð í götunni í gær.

Um fimm klukkustundum síðar var síðan gerð önnur hnífaárás, nú á Oxford Circus í nágrenninu. Þar slasaðist 21 árs maður á læri og hafa þrír verið handteknir í tengslum við það mál. Lögregla rannsakar nú hvort tengsl séu á milli atvikanna. Vitni að fyrri árásinni segja að tveir hópar unglinga hafi átt í deilum og fann lögregla nokkuð magn vopna á þeim sem handteknir voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×