Kanadískur fisksölurisi býður 52 milljarða í Icelandic Group 5. janúar 2011 04:00 Finnbogi Jónsson Forsvarsmenn kanadísks fisksölufyrirtækis eru afar ósáttir við að fá ekki að bjóða í Icelandic Group sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands. Viðræður um sölu á hlut í fyrirtækinu til dansks fjárfestingasjóðs eru langt komnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa forsvarsmenn fyrirtækisins High Liner Foods ítrekað sent framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands erindi vegna málsins, nú síðast í gær. Þar kemur fram að High Liner Foods sé tilbúið að greiða um 340 milljónir evra, sem jafngilda um 52,4 milljörðum króna, fyrir allar eigur Icelandic Group utan Íslands. Það er þó háð því að áreiðanleikakönnun á Icelandic Group leiði ekkert óvænt í ljós. High Liner Foods er helsti keppinautur Icelandic Group. Fyrirtækið vinnur og selur sjávarafurðir í verslanir um öll Bandaríkin, Kanada og í Mexíkó. Forsvarsmenn Framtakssjóðs Íslands hafa hingað til ekki sýnt áhuga á viðræðum við High Liner Foods. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru viðræður um sölu á stórum hluta Icelandic Group til danska fjárfestingasjóðsins Triton langt komnar. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, segir ekki standa til að selja meirihluta í íslenskum hluta Icelandic Group, sjálfu sölukerfinu. Þó komi vel til greina að selja meirihlutann í verksmiðjum fyrirtækisins erlendis. „Það hafa margir haft samband eftir að við eignuðumst fyrirtækið og komið með sínar hugmyndir. Við ákváðum að taka upp viðræður við einn aðila. Tíminn mun svo leiða í ljós hver niðurstaðan verður,“ segir Finnbogi. Hann segir að á meðan rætt sé við Triton sé ekki rætt við aðra fjárfesta. Stærstur hluti Icelandic Group komst í eigu Framtakssjóðsins þegar sjóðurinn keypti eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum í ágúst í fyrra. Framtakssjóðurinn er í eigu sextán af stærstu lífeyrissjóðum landsins. Finnbogi segir söluferlið opið í þeim skilningi að allir sem hafi áhuga á því að eignast hlut í fyrirtækinu viti að til standi að selja hluta þess og geti lýst yfir áhuga. Hann segir að Framtakssjóðurinn sé að hluta til að velja sér samstarfsaðila með sölu á hlut í fyrirtækinu. Sala Landsbankans á Vestia til Framtakssjóðs Íslands var gagnrýnd, þar sem yfirlýst stefna Vestia var að selja fyrirtæki sem kæmust í eigu félagsins í opnu og gagnsæju ferli. Þá sagði Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans, í samtali við Rúv að Framtakssjóður Íslands hefði sömu stefnu og myndi selja fyrirtækin í opnu ferli.- bj Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Forsvarsmenn kanadísks fisksölufyrirtækis eru afar ósáttir við að fá ekki að bjóða í Icelandic Group sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands. Viðræður um sölu á hlut í fyrirtækinu til dansks fjárfestingasjóðs eru langt komnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa forsvarsmenn fyrirtækisins High Liner Foods ítrekað sent framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands erindi vegna málsins, nú síðast í gær. Þar kemur fram að High Liner Foods sé tilbúið að greiða um 340 milljónir evra, sem jafngilda um 52,4 milljörðum króna, fyrir allar eigur Icelandic Group utan Íslands. Það er þó háð því að áreiðanleikakönnun á Icelandic Group leiði ekkert óvænt í ljós. High Liner Foods er helsti keppinautur Icelandic Group. Fyrirtækið vinnur og selur sjávarafurðir í verslanir um öll Bandaríkin, Kanada og í Mexíkó. Forsvarsmenn Framtakssjóðs Íslands hafa hingað til ekki sýnt áhuga á viðræðum við High Liner Foods. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru viðræður um sölu á stórum hluta Icelandic Group til danska fjárfestingasjóðsins Triton langt komnar. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, segir ekki standa til að selja meirihluta í íslenskum hluta Icelandic Group, sjálfu sölukerfinu. Þó komi vel til greina að selja meirihlutann í verksmiðjum fyrirtækisins erlendis. „Það hafa margir haft samband eftir að við eignuðumst fyrirtækið og komið með sínar hugmyndir. Við ákváðum að taka upp viðræður við einn aðila. Tíminn mun svo leiða í ljós hver niðurstaðan verður,“ segir Finnbogi. Hann segir að á meðan rætt sé við Triton sé ekki rætt við aðra fjárfesta. Stærstur hluti Icelandic Group komst í eigu Framtakssjóðsins þegar sjóðurinn keypti eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum í ágúst í fyrra. Framtakssjóðurinn er í eigu sextán af stærstu lífeyrissjóðum landsins. Finnbogi segir söluferlið opið í þeim skilningi að allir sem hafi áhuga á því að eignast hlut í fyrirtækinu viti að til standi að selja hluta þess og geti lýst yfir áhuga. Hann segir að Framtakssjóðurinn sé að hluta til að velja sér samstarfsaðila með sölu á hlut í fyrirtækinu. Sala Landsbankans á Vestia til Framtakssjóðs Íslands var gagnrýnd, þar sem yfirlýst stefna Vestia var að selja fyrirtæki sem kæmust í eigu félagsins í opnu og gagnsæju ferli. Þá sagði Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans, í samtali við Rúv að Framtakssjóður Íslands hefði sömu stefnu og myndi selja fyrirtækin í opnu ferli.- bj
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira