Lífið

Kutcher við öllu búinn

óttast hamfarir Ashton Kutcher er hræddur um að einhvers konar hamfarir muni skella á Los Angeles.
nordicphotos/getty
óttast hamfarir Ashton Kutcher er hræddur um að einhvers konar hamfarir muni skella á Los Angeles. nordicphotos/getty
Tímaritið In Touch Weekly greindi frá því nýverið að leikarinn Ashton Kutcher hafi farið og birgt sig upp af ýmsum neyðarbúnaði ef vera skyldi að hamfarir myndu skella á Los Angeles.

„Hann er sannfærður um að annaðhvort jarðskjálfti eða einhvers konar uppþot eigi eftir að eiga sér stað innan skamms og hann vill vera við öllu búinn. Hann birgði sig upp í versluninni Surplus Value Center sem sérhæfir sig í ýmsum útivistarútbúnaði,“ sagði innanbúðarmaður. Leikarinn mun hafa fest kaup á handknúnum útvarpstækjum, neyðarteppum, vasaljósum og þurrmat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.