Umfjöllun: Fram í úrslitin eftir sigur á Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 2. apríl 2011 15:32 Karen Knútsdóttir var hetja Framara í dag. Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira