Forsendur liggja fyrir - vilji er allt sem þarf Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. október 2011 16:00 Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun