Webber stefnir á sigur á Nürburgring 23. júlí 2011 15:07 Mark Webber eftir tímatökuna í dag. AP mynd: Martin Meissner Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira