Viðskipti innlent

Ríkið ætti að fara á hlutabréfamarkað

Forstjóri Kauphallarinnar segir hið opinbera geta styrkt fjármögnun ríkisfyrirtækja með því að skrá þau að hluta á markað líkt og í Noregi.Fréttablaðið/GVA
Forstjóri Kauphallarinnar segir hið opinbera geta styrkt fjármögnun ríkisfyrirtækja með því að skrá þau að hluta á markað líkt og í Noregi.Fréttablaðið/GVA
Ríkið ætti að nýta sér þá fjármögnunarkosti sem bjóðast með skráningu opinberra fyrirtækja á hlutabréfamarkað. Slíkt getur hjálpað til við fjármögnun ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun, að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar.

Hann segir ríkið vart hafa litið á þennan möguleika. Norðmenn hafi gert það fyrir löngu en ríkisolíufélagið Statoil var skráð að hluta á hlutabréfamarkað í Osló og í Bandaríkjunum fyrir áratug.

„Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvernig fjármögnun fyrirtækja er háttað,“ segir Páll og bendir á að erfitt sé að byggja á lánsfjármagni í sama mæli og áður. Fyrirtæki sem séu skráð geti í staðinn nýtt sér markaðinn til að treysta eiginfjárstöðu sína.

Páll var með erindi um horfur á hlutabréfamarkaði hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka, í síðustu viku.

Þar kom fram að gert væri ráð fyrir fjölda nýskráninga á hlutabréfamarkað og yrðu fyrirtækin fimmtíu talsins í árslok 2015. Þau eru nú ellefu talsins.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×