Handbolti

Ólafur Stefánsson: Fæ vonandi að spila mikið á næstunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson er búinn að ná sér af hnémeiðslunum.
Ólafur Stefánsson er búinn að ná sér af hnémeiðslunum. Mynd/Stefán
Ólafur Stefánsson lék sinn fyrsta leik með danska liðinu AG Kaupmannahöfn þegar hann skoraði þrjú mörk í átta marka sigri á Lemvig-Thyborøn í dönsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

„Ég er rosalega ánægður. Þetta var engin frábær frammistaða en ég var bara ánægður að geta loksins spilað," sagði Ólafur í viðtali við heimasíðu AG.

„Ég tek einn leik í einu en leikæfingin kemur ekki fyrr en eftir nokkra leiki. Mér líður mjög vel núna og fæ vonandi að spila mikið á næstunni. Þetta var fyrsta skrefið og nú er ég kominn á ferðina," sagði Ólafur, en það eru frábærar fréttir fyrir íslenska karlalandsliðið að landsliðsfyrirliðinn sé kominn af stað á ný. Fram undan er síðan Meistaradeildarleikur við Ademar Leon um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×