Yfirlýsing frá Nýherja: Uppsögn á krepputímum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2011 17:25 Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Mynd/Daníel Nýherji hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af málefnum Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur, landsliðsmarkverði í landsliðinu í handbolta. Fréttir sem hafa birst á Vísi um málið má finna hér neðst í fréttinni en hér má lesa yfirlýsingu Nýherja í heild sinni: „Tilkynning frá Nýherja Fréttir um Nýherja og landsliðskonu í handbolta í dag eru einhliða og villandi. Af fréttum mætti ætla að Nýherji hafi vikið handboltakonu úr starfi fyrir að leika með landsliðinu í handbolta. Það er rangt. Hjá Nýherja starfar íþróttafólk, björgunarsveitarmenn, íþróttadómarar og fleira afreksfólk sem félagið hefur sýnt skilning og sveigjanleika til að það geti sinnt sínum áhugamálum. Engu að síður afþakka starfsmenn stundum breytingar í starfi eða stöðuhækkanir til þess að geta áfram sinnt sínu áhugamáli. Þeir sem velja ný ábyrgðarstörf vita að þeim fylgja auknar kröfur og álag, sem þýðir oft minni tími fyrir áhugamál. Í ágústlok stóð starfsmanninum til boða að taka við ábyrgðarmeira starfi hjá Nýherja. Þótt mikið væri framundan hjá landsliðinu á þeim tíma taldi félagið eðlilegt að bjóða starfsmanninum þetta starf, svo hún gæti sjálf tekið afstöðu til þess. Boð um að taka við ábyrgðarstarfi er ekki með nokkru móti hægt að útleggja þannig að mönnum sé stillt upp við vegg. Hún afþakkaði starfið og þar lauk því máli. Varðandi starfslok starfsmannsins þá höfðu þau ekkert með íþróttaiðkun að gera, enda hún fengið frí til að fara í margar keppnisferðir á liðnum misserum. Staðreyndin er hins vegar sú að frá hruni hefur Nýherji þurft að sjá á eftir nálægt 200 góðum starfsmönnum og hefur á þessum krepputímum þurft að hagræða mikið í sínum rekstri. Nú í nóvember var viðkomandi starfsmaður látinn vita að með næsta vori væri útlit fyrir minni verkefni í hennar deild og hún þyrfti að svipast um eftir nýju starfi. Í stað þess að vinna fram á vor, tók hún sjálf þá ákvörðun að hætta störfum strax. Á það féllst félagið og er hún því á fullum launum fram til loka febrúar á næsta ári. “ Tengdar fréttir Rekin fyrir að velja landsliðið Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. 25. nóvember 2011 11:28 Guðný Jenný þarf að spila í búningi með auglýsingu frá Nýherja Guðný Jenný Ásmundsdóttir þarf eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins að spila með auglýsingu frá Nýherja þegar hún mun klæðast íslenska landsliðsbúningnum á HM í Brasilíu í næsta mánuði. 25. nóvember 2011 13:12 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Nýherji hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af málefnum Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur, landsliðsmarkverði í landsliðinu í handbolta. Fréttir sem hafa birst á Vísi um málið má finna hér neðst í fréttinni en hér má lesa yfirlýsingu Nýherja í heild sinni: „Tilkynning frá Nýherja Fréttir um Nýherja og landsliðskonu í handbolta í dag eru einhliða og villandi. Af fréttum mætti ætla að Nýherji hafi vikið handboltakonu úr starfi fyrir að leika með landsliðinu í handbolta. Það er rangt. Hjá Nýherja starfar íþróttafólk, björgunarsveitarmenn, íþróttadómarar og fleira afreksfólk sem félagið hefur sýnt skilning og sveigjanleika til að það geti sinnt sínum áhugamálum. Engu að síður afþakka starfsmenn stundum breytingar í starfi eða stöðuhækkanir til þess að geta áfram sinnt sínu áhugamáli. Þeir sem velja ný ábyrgðarstörf vita að þeim fylgja auknar kröfur og álag, sem þýðir oft minni tími fyrir áhugamál. Í ágústlok stóð starfsmanninum til boða að taka við ábyrgðarmeira starfi hjá Nýherja. Þótt mikið væri framundan hjá landsliðinu á þeim tíma taldi félagið eðlilegt að bjóða starfsmanninum þetta starf, svo hún gæti sjálf tekið afstöðu til þess. Boð um að taka við ábyrgðarstarfi er ekki með nokkru móti hægt að útleggja þannig að mönnum sé stillt upp við vegg. Hún afþakkaði starfið og þar lauk því máli. Varðandi starfslok starfsmannsins þá höfðu þau ekkert með íþróttaiðkun að gera, enda hún fengið frí til að fara í margar keppnisferðir á liðnum misserum. Staðreyndin er hins vegar sú að frá hruni hefur Nýherji þurft að sjá á eftir nálægt 200 góðum starfsmönnum og hefur á þessum krepputímum þurft að hagræða mikið í sínum rekstri. Nú í nóvember var viðkomandi starfsmaður látinn vita að með næsta vori væri útlit fyrir minni verkefni í hennar deild og hún þyrfti að svipast um eftir nýju starfi. Í stað þess að vinna fram á vor, tók hún sjálf þá ákvörðun að hætta störfum strax. Á það féllst félagið og er hún því á fullum launum fram til loka febrúar á næsta ári. “
Tengdar fréttir Rekin fyrir að velja landsliðið Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. 25. nóvember 2011 11:28 Guðný Jenný þarf að spila í búningi með auglýsingu frá Nýherja Guðný Jenný Ásmundsdóttir þarf eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins að spila með auglýsingu frá Nýherja þegar hún mun klæðast íslenska landsliðsbúningnum á HM í Brasilíu í næsta mánuði. 25. nóvember 2011 13:12 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Rekin fyrir að velja landsliðið Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. 25. nóvember 2011 11:28
Guðný Jenný þarf að spila í búningi með auglýsingu frá Nýherja Guðný Jenný Ásmundsdóttir þarf eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins að spila með auglýsingu frá Nýherja þegar hún mun klæðast íslenska landsliðsbúningnum á HM í Brasilíu í næsta mánuði. 25. nóvember 2011 13:12
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn