Nýlega var gengið frá kaupum VÍS á hlut Exista í Öryggismiðstöð Íslands. Fyrr á árinu hafði VÍS eignast lítinn hlut og er eignahlutur VÍS í Öryggismiðstöðinni nú samanlagt um 80%. Framkvæmdastjóri Öryggismiðstöðvarinnar og helstu stjórnendur félagsins ráða yfir um 20% hlut í félaginu, eftir því sem fram kemur á vef VÍS.
Öryggismiðstöðin hefur rekið öryggisþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki í fimmtán ár. Fyrirtækið rekur eigin stjórnstöð til móttöku boða frá öryggiskerfum viðskiptavina allan sólarhringinn, alla daga ársins. Frá árinu 2008 hefur fyrirtækið jafnframt boðið margvíslegar lausnir og þjónustu á velferðarsviði, s.s. heimaþjónustu til fatlaðra og eldri borgara, fjölbreytt úrval stuðnings- og hjálpartækja til einstaklinga og fyrirtækja.
VÍS eignast 80% hlut í Öryggismiðstöðinni
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri
Viðskipti innlent

Risinn sem var of stór til að falla er fallinn
Viðskipti erlent

Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play
Viðskipti innlent


Þrjú ráðin til Landsbyggðar
Viðskipti innlent


Skattakóngurinn flytur úr landi
Viðskipti innlent

Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent

Gunnar Ágúst til Dineout
Viðskipti innlent

Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna
Viðskipti innlent