NBA: Dallas vann aftur í LA er komið 2-0 yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2011 09:00 Kobe Bryant var ekki upplitsdjarfur á bekknum. Mynd/AP NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í 93-81 sigri Dallas Mavericks á Los Angeles Lakers í Staples Center en góð vörn og 9-0 sprettur í fjórða leikhlutanum lagði grunninn að sigrinum. Shawn Marion var með 14 stig, J.J. Barea skoraði 12 stig á 17 mínútum og Jason Kidd var með 10 stig. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir einvígið að við myndum vinna báða leikina hér þá hefði ég átt erfitt með að trúa því en ég held að við höfum unnið fyrir þessum sigrum," sagði Dirk Nowitzki. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers sem er að lenda 0-2 undir í fyrsta sinn síðan í lokaúrslitunum 2008 en það er einmitt síðasta einvígið sem meistarar síðustu tveggja ára töpuðu. Andrew Bynum var með 18 stig og 13 fráköst og Pau Gasol bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Næsti leikur liðanna verður annað kvöld í Dallas en þar verður Ron Artest líklega í leikbanni því hann var rekinn út úr húsi í lok leiksins í nótt.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 25 stig og Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum í 86-73 sigri Chicago Bulls á Atlanta Hawks en með því jafnaði Chicago einvígið í 1-1. Rose tók við bikarnum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir leikinn. „Ég er bara feginn að þetta sé afstaðið þannig að ég geti farið að einbeita mér að því að spila körfubolta," sagði Rose sem hefur ekki hitt vel í úrslitakeppninni. Það var samt allt annað að sjá til Chicago-liðsins sem spilaði hörmulega í fyrsta leiknum sem Atlanta vann 103-95. Luol Deng var með 14 stig og 12 fráköst og Carlos Boozer skoraði 8 stig og tók 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 21 stig fyrir Atlanta Hawks og hefur staðið sig vel við að leysa af hinn meidda Kirk Hinrich. Það gekk hinsvegar illa hjá þeim Joe Johnson og Jamal Crawford að fylgja eftir góðum fyrsta leik. Johnson fór úr 34 stigum niður í 16 og Crawford fór úr því að skora 22 stig í leik eitt í það að skora aðeins 11 stig í gær. Næstu tveir leikir fara fram í Atlanta og verða þeir spilaðir á morgun og á sunnudag. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Dirk Nowitzki.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks 86-73 (Staðan er 1-1) Miami Heat-Boston Celtics mætast á laugardag í Boston (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks 81-93 (Staðan er 0-2) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast á laugardag í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í 93-81 sigri Dallas Mavericks á Los Angeles Lakers í Staples Center en góð vörn og 9-0 sprettur í fjórða leikhlutanum lagði grunninn að sigrinum. Shawn Marion var með 14 stig, J.J. Barea skoraði 12 stig á 17 mínútum og Jason Kidd var með 10 stig. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir einvígið að við myndum vinna báða leikina hér þá hefði ég átt erfitt með að trúa því en ég held að við höfum unnið fyrir þessum sigrum," sagði Dirk Nowitzki. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers sem er að lenda 0-2 undir í fyrsta sinn síðan í lokaúrslitunum 2008 en það er einmitt síðasta einvígið sem meistarar síðustu tveggja ára töpuðu. Andrew Bynum var með 18 stig og 13 fráköst og Pau Gasol bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Næsti leikur liðanna verður annað kvöld í Dallas en þar verður Ron Artest líklega í leikbanni því hann var rekinn út úr húsi í lok leiksins í nótt.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 25 stig og Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum í 86-73 sigri Chicago Bulls á Atlanta Hawks en með því jafnaði Chicago einvígið í 1-1. Rose tók við bikarnum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir leikinn. „Ég er bara feginn að þetta sé afstaðið þannig að ég geti farið að einbeita mér að því að spila körfubolta," sagði Rose sem hefur ekki hitt vel í úrslitakeppninni. Það var samt allt annað að sjá til Chicago-liðsins sem spilaði hörmulega í fyrsta leiknum sem Atlanta vann 103-95. Luol Deng var með 14 stig og 12 fráköst og Carlos Boozer skoraði 8 stig og tók 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 21 stig fyrir Atlanta Hawks og hefur staðið sig vel við að leysa af hinn meidda Kirk Hinrich. Það gekk hinsvegar illa hjá þeim Joe Johnson og Jamal Crawford að fylgja eftir góðum fyrsta leik. Johnson fór úr 34 stigum niður í 16 og Crawford fór úr því að skora 22 stig í leik eitt í það að skora aðeins 11 stig í gær. Næstu tveir leikir fara fram í Atlanta og verða þeir spilaðir á morgun og á sunnudag. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Dirk Nowitzki.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks 86-73 (Staðan er 1-1) Miami Heat-Boston Celtics mætast á laugardag í Boston (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks 81-93 (Staðan er 0-2) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast á laugardag í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira