NBA: Dallas vann aftur í LA er komið 2-0 yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2011 09:00 Kobe Bryant var ekki upplitsdjarfur á bekknum. Mynd/AP NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í 93-81 sigri Dallas Mavericks á Los Angeles Lakers í Staples Center en góð vörn og 9-0 sprettur í fjórða leikhlutanum lagði grunninn að sigrinum. Shawn Marion var með 14 stig, J.J. Barea skoraði 12 stig á 17 mínútum og Jason Kidd var með 10 stig. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir einvígið að við myndum vinna báða leikina hér þá hefði ég átt erfitt með að trúa því en ég held að við höfum unnið fyrir þessum sigrum," sagði Dirk Nowitzki. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers sem er að lenda 0-2 undir í fyrsta sinn síðan í lokaúrslitunum 2008 en það er einmitt síðasta einvígið sem meistarar síðustu tveggja ára töpuðu. Andrew Bynum var með 18 stig og 13 fráköst og Pau Gasol bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Næsti leikur liðanna verður annað kvöld í Dallas en þar verður Ron Artest líklega í leikbanni því hann var rekinn út úr húsi í lok leiksins í nótt.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 25 stig og Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum í 86-73 sigri Chicago Bulls á Atlanta Hawks en með því jafnaði Chicago einvígið í 1-1. Rose tók við bikarnum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir leikinn. „Ég er bara feginn að þetta sé afstaðið þannig að ég geti farið að einbeita mér að því að spila körfubolta," sagði Rose sem hefur ekki hitt vel í úrslitakeppninni. Það var samt allt annað að sjá til Chicago-liðsins sem spilaði hörmulega í fyrsta leiknum sem Atlanta vann 103-95. Luol Deng var með 14 stig og 12 fráköst og Carlos Boozer skoraði 8 stig og tók 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 21 stig fyrir Atlanta Hawks og hefur staðið sig vel við að leysa af hinn meidda Kirk Hinrich. Það gekk hinsvegar illa hjá þeim Joe Johnson og Jamal Crawford að fylgja eftir góðum fyrsta leik. Johnson fór úr 34 stigum niður í 16 og Crawford fór úr því að skora 22 stig í leik eitt í það að skora aðeins 11 stig í gær. Næstu tveir leikir fara fram í Atlanta og verða þeir spilaðir á morgun og á sunnudag. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Dirk Nowitzki.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks 86-73 (Staðan er 1-1) Miami Heat-Boston Celtics mætast á laugardag í Boston (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks 81-93 (Staðan er 0-2) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast á laugardag í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers eru komnir í afar slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að þeir töpuðu öðrum heimaleiknum í röð á móti Dallas Mavericks. Dallas er nú 2-0 yfir og getur klárað einvígið með því að vinna næstu tvo leiki á heimavelli. Chicago Bulls sem tapaði óvænt á heimavelli í fyrsta leik jafnaði hinsvegar einvígið sitt á móti Atlanta Hawks í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í 93-81 sigri Dallas Mavericks á Los Angeles Lakers í Staples Center en góð vörn og 9-0 sprettur í fjórða leikhlutanum lagði grunninn að sigrinum. Shawn Marion var með 14 stig, J.J. Barea skoraði 12 stig á 17 mínútum og Jason Kidd var með 10 stig. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir einvígið að við myndum vinna báða leikina hér þá hefði ég átt erfitt með að trúa því en ég held að við höfum unnið fyrir þessum sigrum," sagði Dirk Nowitzki. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers sem er að lenda 0-2 undir í fyrsta sinn síðan í lokaúrslitunum 2008 en það er einmitt síðasta einvígið sem meistarar síðustu tveggja ára töpuðu. Andrew Bynum var með 18 stig og 13 fráköst og Pau Gasol bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Næsti leikur liðanna verður annað kvöld í Dallas en þar verður Ron Artest líklega í leikbanni því hann var rekinn út úr húsi í lok leiksins í nótt.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose var með 25 stig og Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum í 86-73 sigri Chicago Bulls á Atlanta Hawks en með því jafnaði Chicago einvígið í 1-1. Rose tók við bikarnum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir leikinn. „Ég er bara feginn að þetta sé afstaðið þannig að ég geti farið að einbeita mér að því að spila körfubolta," sagði Rose sem hefur ekki hitt vel í úrslitakeppninni. Það var samt allt annað að sjá til Chicago-liðsins sem spilaði hörmulega í fyrsta leiknum sem Atlanta vann 103-95. Luol Deng var með 14 stig og 12 fráköst og Carlos Boozer skoraði 8 stig og tók 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 21 stig fyrir Atlanta Hawks og hefur staðið sig vel við að leysa af hinn meidda Kirk Hinrich. Það gekk hinsvegar illa hjá þeim Joe Johnson og Jamal Crawford að fylgja eftir góðum fyrsta leik. Johnson fór úr 34 stigum niður í 16 og Crawford fór úr því að skora 22 stig í leik eitt í það að skora aðeins 11 stig í gær. Næstu tveir leikir fara fram í Atlanta og verða þeir spilaðir á morgun og á sunnudag. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Dirk Nowitzki.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks 86-73 (Staðan er 1-1) Miami Heat-Boston Celtics mætast á laugardag í Boston (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks 81-93 (Staðan er 0-2) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast á laugardag í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira