Njarðvíkingar hafa samið við Bandaríkjamanninn Cameron Echols sem mun spila með liðinu í Iceland Express karla í körfubolta í vetur. Echols hefur spilað á Íslandi áður því hann var með KR-ingum veturinn 2004-2005.
Echols er þrítugur, 203 cm og 105 kg og leikur í stöðu miðherja. Hann skoraði 28,2 stig a' meðaltali í leik og reif niður 13,0 fráköst þegar hann spilaði með KR-ingum fyrir sjö árum síðan. Echols útskrifaðist úr Ball State háskólanum árið 2004 og byrjaði atvinnumannaferil sinn á Íslandi.
„Síðustu árin hefur hann leikið í Portúgal og á Spáni að mestu en þetta er reynslumikill leikmaður sem gefur ungu Njarðvíkurliði vonandi aukinn styrk í teignum, en hann leysir Chris Sprinker af hólmi. Sprinker fór héðan til Rúmeníu, þar sem hann mun leika í vetur," segir í frétt á heimasíðu Njarðvíkinga.
Cameron Echols spilaði tvo leiki á móti Njarðvík í deildinni 2004-2005 og var með 30,5 stig og 11,5 fráköst að meðaltali á 34,5 mínútum en hann braut 30 stiga múrinn í báðum leikjunum.
Cameron Echols kominn aftur til Íslands - spilar með Njarðvík í vetur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn
