Endurskoðendur mæltu með riftunum hjá Gift vegna blekkinga Kaupþings Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. september 2011 18:30 Endurskoðendur sem fóru yfir rekstur eignarhaldsfélagsins Giftar töldu ástæðu til að fara í riftunarmál við Kaupþing vegna blekkinga stjórnenda Kaupþings um styrk bankans, en Gift keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir tugi milljarða króna fyrir hrunið. Gift tók yfir eignir og skuldir Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga í lok árs 2007 þegar Samvinnutryggingum var slitið, en Gift var dótturfélag Samvinnutrygginga. Í slitastjórn Giftar voru skipaðir þeir Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður, Sigurður Jónsson, endurskoðandi og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Skipun Þórólfs vakti nokkra athygli þar sem hann hafði gegnt stöðu stjórnarformanns Giftar áður, en þetta er í raun ekki ósvipað því og ef einhver stjórnarformanna stóru bankanna þriggja hefði verið skipaður í slitastjórn þeirra eftir hrunið. Þegar tekið var ákvörðun um slit Samvinnutrygginga stóð til að greiða tryggingatökum eingreiðslu við slit félagsins, en það gerðist aldrei og eignir þess brunnu inni í hruninu.Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður, var formaður slitastjórnar Giftar. Hann er nátengdur stjórnendum Giftar því hann er helsti lögmaður Ólafs Ólafssonar, sem var næststærsti hluthafi Kaupþings, og gætti hagsmuna S-hópsins á sínum tíma.Á tímabilinu janúar 2007 til október 2008 hækkuðu skuldir Giftar fjárfestingarfélags og tengdra félaga um 21,4 milljarða króna. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis varð skuldaaukningin aðallega hjá Kaupþingi, en í desember 2007 veitti Kaupþing félaginu samtals 20 milljarða króna lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Kaupþing virtist með þessu vera að veita félaginu 100 prósent lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum, samkvæmt skýrslunni. Annars vegar lán að fjárhæð 16 milljarðar króna með veði í hlutabréfum og hins vegar lán upp á fjóra milljarða. Síðara lánið var reglulega endurnýjað, síðast rétt fyrir fall bankans í október 2008. Kröfur vegna þessara lána færðust til Arion banka eftir hrun. Endurskoðunarskrifstofan Ernst & Young var fyrir nokkru fengin til að vinna skýrslu um viðskipti Giftar fyrir hrunið. Meðal þess sem lögð var áhersla á í skýrslunni var riftunarmál á hendur Kaupþingi þar sem bankinn hefði með markaðsmisnotkun blekkt fjárfesta um raunverulegt verðmæti Kaupþings og kerfisbundið haldið verði hlutabréfanna uppi. Þannig hafi fjárfestar verið blekktir.Á leið í nauðasamninga Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður slitastjórnar Giftar, segir að endurskoðendur hafi mælt því að riftun yrði skoðuð á þeirri forsendu að markaðsmisnotkun hefði átt sér stað í Kaupþingi á þessum tíma. Gift væri sem stendur á leið í nauðasamninga. Kristinn sagði að ef það myndi ganga eftir myndi ekki reyna á nein riftunarmál, en Kristinn er í nokkuð sérstakri stöðu þar sem hann er lögmaður Ólafs Ólafssonar, sem var næststærsti hluthafinn í Kaupþingi í gegnum eignarhaldsfélög sín. „Ef þessi nauðasamningur gengur eftir eins og menn eru með áform um núna þá mun væntanlega ekki reyna á nein riftunarmál. Menn eru bara að flýta ferlinu með því að fara þessa leið, fremur en að fara í gjaldþrot. Þá felur það í sér samkomulag á milli lánardrottna," segir Kristinn. En var það ekki niðurstaða endurskoðenda Ernst & Young að ástæða væri til að skoða riftunarmál á hendur Kaupþingi? „Þeim möguleika er varpað fram í skýrslunni að rifta kaupum á þessum hlutabréfum. Þeir sem aðhyllast riftun eru að halda því fram að það hafi verið markaðsmisnotkun í gangi af hálfu stjórnenda Kaupþings banka í desember 2007 þegar Gift keypti hlutabréfin. Lánardrottnar eru sammála um að skipta eignum á milli sín í ákveðnum hlutföllum. Það er það sem felst í þessum nauðasamningi. Héraðsdómur mun tilkynna um skipun á utanaðkomandi aðila til að hafa umsjón með nauðasamningnum og hann mun taka endanlega ákvörðun um það hvort höfðað verði slíkt riftunarmál." Að sögn Kristins verður beiðni þess efnis lögð fram í næstu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur og ætti umsjónarmaðurinn að vera skipaður um svipað leyti. Hvað finnst þér um þessi mál, nú ert þú reyndur hæstaréttarlögmaður, er ástæða til að fara í slíkt riftunarmál? „Ég sleppi þessum vangaveltum. Ég er að vinna fyrir Gift og ef það er hægt að ná sátt meðal lánardrottna um slit félagsins með þessum hætti, þá er ég ánægður fyrir þess hönd," segir Kristinn, sem starfar í dag sem lögmaður Giftar, þó hann hafi formlega lokið störfum fyrir slitastjórnina. Þá má geta þess að auk þess að hafa verið lögmaður Ólafs Ólafssonar fyrir bankahrunið gætti Kristinn hagsmuna annarra aðila sem stóðu aðstandendum Giftar nærri. Þá var hann lögmaður S-hópsins svokallaða á sínum tíma, en Ólafur Ólafsson var einn af þeim sem mynduðu kjarnann í þeim hópi.Finnur Ingólfsson, einn stjórnarmanna, mætir á aðalfund Samvinnutrygginga í júní 2007 þegar ákveðið var að leggja niður félagið.Hver yrði til varnar í slíku riftunarmáli? „Það sem gerðist var að lánin voru öll færð yfir til Arion banka eftir bankahrunið og þess vegna þyrfti Gift að bera þessa málsástæðu fyrir sig í vörn í skuldamáli gegn Arion banka en ekki sjálfstæðu riftunarmáli. Þeir (Arion banki innsk.blm) verða að sæta því að vörnum verði haldið uppi með málsástæðum sem varða eldri lánardrottinn, sem er Kaupþing banki." Arion banki hafi tekið við réttindum og skyldum sem fylgdu kröfum sem framseldar voru í október 2008 þegar innlend starfsemi Kaupþings hafi færst til Nýja Kaupþings (síðar Arion banka) eftir hrunið á grundvelli neyðarlaganna.Engar athugasemdir við setu Þórólfs Gíslasonar Nú sat Þórólfur Gíslason í slitastjórn Giftar. Nú var hann einnig stjórnarformaður félagsins áður. Komu ekki fram athugasemdir við setu hans í slitastjórninni frá kröfuhöfum Giftar? „Nei, ég minnist þess ekki, enda er það ekkert óeðlilegt. Það er gerð sú krafa að í slitastjórn sé annað hvort endurskoðandi eða lögmaður. Það tíðkast síðan oft að það sé einhver sem tengist félaginu beint, auk utanaðkomandi aðila," segir Kristinn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, var að skoða réttarstöðu tryggingartaka í Samvinnutryggingum, forvera Giftar og á tímabili stóð til að fara í mál. Hver er staðan á því? Er það rétt að einhver dómssátt hafi verið gerð við tryggingartaka? „Nei, það er ekki rétt. Það hefur ekkert orðið úr þessari málshöfðun. Hann hefur alltaf haft skoðanir á þessu og viðrað þær í fjölmiðlum en ekki fylgt því eftir," segir Kristinn. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fleiri fréttir Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Sjá meira
Endurskoðendur sem fóru yfir rekstur eignarhaldsfélagsins Giftar töldu ástæðu til að fara í riftunarmál við Kaupþing vegna blekkinga stjórnenda Kaupþings um styrk bankans, en Gift keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir tugi milljarða króna fyrir hrunið. Gift tók yfir eignir og skuldir Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga í lok árs 2007 þegar Samvinnutryggingum var slitið, en Gift var dótturfélag Samvinnutrygginga. Í slitastjórn Giftar voru skipaðir þeir Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður, Sigurður Jónsson, endurskoðandi og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Skipun Þórólfs vakti nokkra athygli þar sem hann hafði gegnt stöðu stjórnarformanns Giftar áður, en þetta er í raun ekki ósvipað því og ef einhver stjórnarformanna stóru bankanna þriggja hefði verið skipaður í slitastjórn þeirra eftir hrunið. Þegar tekið var ákvörðun um slit Samvinnutrygginga stóð til að greiða tryggingatökum eingreiðslu við slit félagsins, en það gerðist aldrei og eignir þess brunnu inni í hruninu.Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður, var formaður slitastjórnar Giftar. Hann er nátengdur stjórnendum Giftar því hann er helsti lögmaður Ólafs Ólafssonar, sem var næststærsti hluthafi Kaupþings, og gætti hagsmuna S-hópsins á sínum tíma.Á tímabilinu janúar 2007 til október 2008 hækkuðu skuldir Giftar fjárfestingarfélags og tengdra félaga um 21,4 milljarða króna. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis varð skuldaaukningin aðallega hjá Kaupþingi, en í desember 2007 veitti Kaupþing félaginu samtals 20 milljarða króna lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Kaupþing virtist með þessu vera að veita félaginu 100 prósent lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum, samkvæmt skýrslunni. Annars vegar lán að fjárhæð 16 milljarðar króna með veði í hlutabréfum og hins vegar lán upp á fjóra milljarða. Síðara lánið var reglulega endurnýjað, síðast rétt fyrir fall bankans í október 2008. Kröfur vegna þessara lána færðust til Arion banka eftir hrun. Endurskoðunarskrifstofan Ernst & Young var fyrir nokkru fengin til að vinna skýrslu um viðskipti Giftar fyrir hrunið. Meðal þess sem lögð var áhersla á í skýrslunni var riftunarmál á hendur Kaupþingi þar sem bankinn hefði með markaðsmisnotkun blekkt fjárfesta um raunverulegt verðmæti Kaupþings og kerfisbundið haldið verði hlutabréfanna uppi. Þannig hafi fjárfestar verið blekktir.Á leið í nauðasamninga Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður slitastjórnar Giftar, segir að endurskoðendur hafi mælt því að riftun yrði skoðuð á þeirri forsendu að markaðsmisnotkun hefði átt sér stað í Kaupþingi á þessum tíma. Gift væri sem stendur á leið í nauðasamninga. Kristinn sagði að ef það myndi ganga eftir myndi ekki reyna á nein riftunarmál, en Kristinn er í nokkuð sérstakri stöðu þar sem hann er lögmaður Ólafs Ólafssonar, sem var næststærsti hluthafinn í Kaupþingi í gegnum eignarhaldsfélög sín. „Ef þessi nauðasamningur gengur eftir eins og menn eru með áform um núna þá mun væntanlega ekki reyna á nein riftunarmál. Menn eru bara að flýta ferlinu með því að fara þessa leið, fremur en að fara í gjaldþrot. Þá felur það í sér samkomulag á milli lánardrottna," segir Kristinn. En var það ekki niðurstaða endurskoðenda Ernst & Young að ástæða væri til að skoða riftunarmál á hendur Kaupþingi? „Þeim möguleika er varpað fram í skýrslunni að rifta kaupum á þessum hlutabréfum. Þeir sem aðhyllast riftun eru að halda því fram að það hafi verið markaðsmisnotkun í gangi af hálfu stjórnenda Kaupþings banka í desember 2007 þegar Gift keypti hlutabréfin. Lánardrottnar eru sammála um að skipta eignum á milli sín í ákveðnum hlutföllum. Það er það sem felst í þessum nauðasamningi. Héraðsdómur mun tilkynna um skipun á utanaðkomandi aðila til að hafa umsjón með nauðasamningnum og hann mun taka endanlega ákvörðun um það hvort höfðað verði slíkt riftunarmál." Að sögn Kristins verður beiðni þess efnis lögð fram í næstu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur og ætti umsjónarmaðurinn að vera skipaður um svipað leyti. Hvað finnst þér um þessi mál, nú ert þú reyndur hæstaréttarlögmaður, er ástæða til að fara í slíkt riftunarmál? „Ég sleppi þessum vangaveltum. Ég er að vinna fyrir Gift og ef það er hægt að ná sátt meðal lánardrottna um slit félagsins með þessum hætti, þá er ég ánægður fyrir þess hönd," segir Kristinn, sem starfar í dag sem lögmaður Giftar, þó hann hafi formlega lokið störfum fyrir slitastjórnina. Þá má geta þess að auk þess að hafa verið lögmaður Ólafs Ólafssonar fyrir bankahrunið gætti Kristinn hagsmuna annarra aðila sem stóðu aðstandendum Giftar nærri. Þá var hann lögmaður S-hópsins svokallaða á sínum tíma, en Ólafur Ólafsson var einn af þeim sem mynduðu kjarnann í þeim hópi.Finnur Ingólfsson, einn stjórnarmanna, mætir á aðalfund Samvinnutrygginga í júní 2007 þegar ákveðið var að leggja niður félagið.Hver yrði til varnar í slíku riftunarmáli? „Það sem gerðist var að lánin voru öll færð yfir til Arion banka eftir bankahrunið og þess vegna þyrfti Gift að bera þessa málsástæðu fyrir sig í vörn í skuldamáli gegn Arion banka en ekki sjálfstæðu riftunarmáli. Þeir (Arion banki innsk.blm) verða að sæta því að vörnum verði haldið uppi með málsástæðum sem varða eldri lánardrottinn, sem er Kaupþing banki." Arion banki hafi tekið við réttindum og skyldum sem fylgdu kröfum sem framseldar voru í október 2008 þegar innlend starfsemi Kaupþings hafi færst til Nýja Kaupþings (síðar Arion banka) eftir hrunið á grundvelli neyðarlaganna.Engar athugasemdir við setu Þórólfs Gíslasonar Nú sat Þórólfur Gíslason í slitastjórn Giftar. Nú var hann einnig stjórnarformaður félagsins áður. Komu ekki fram athugasemdir við setu hans í slitastjórninni frá kröfuhöfum Giftar? „Nei, ég minnist þess ekki, enda er það ekkert óeðlilegt. Það er gerð sú krafa að í slitastjórn sé annað hvort endurskoðandi eða lögmaður. Það tíðkast síðan oft að það sé einhver sem tengist félaginu beint, auk utanaðkomandi aðila," segir Kristinn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, var að skoða réttarstöðu tryggingartaka í Samvinnutryggingum, forvera Giftar og á tímabili stóð til að fara í mál. Hver er staðan á því? Er það rétt að einhver dómssátt hafi verið gerð við tryggingartaka? „Nei, það er ekki rétt. Það hefur ekkert orðið úr þessari málshöfðun. Hann hefur alltaf haft skoðanir á þessu og viðrað þær í fjölmiðlum en ekki fylgt því eftir," segir Kristinn. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fleiri fréttir Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Sjá meira