Þörf á varanlegri lausnum 14. febrúar 2011 11:00 Oddný Sturludóttir segir að í ljósi fjölgunar barna á leikskólaaldri og fjárlagagats upp á 4,5 milljarða sé nauðsynlegt að endurskipuleggja skólakerfið í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði þar sem hugmyndir meirihlutans um endurskipulagningu í skóla- og frístundamálum borgarinnar hafa mætt nokkurri mótstöðu í hópi starfsfólks skólanna og foreldra skólabarna. Meðal þess sem er gagnrýnt er upplýsingaflæði um þær hugmyndir sem eru í gangi, sem og hvernig megi standa vörð um að breytingarnar komi ekki niður á faglegu starfi. Mikil fjölgun á leikskólumOddný segist hafa búist við ákveðinni mótstöðu við hugmyndirnar, þar sem þær snerti nær alla borgarbúa að einhverju leyti. Hún sé þó á þeirri skoðun að samráð, jafnvel umdeilt samráð, sé betra en að taka slíkar ákvarðanir á lokuðum fundum stjórnmálamanna. Svo verði líka að horfa á málið í stærra samhengi. „Í haust mun börnum á leikskólaaldri fjölga um 400, sem jafngildir um fjórum stórum leikskólum, og það er meðal þess sem kallaði á endurskipulagningu." Oddný bætir því við að á sama tíma hafi nemendum á grunnskólaaldri fækkað um 1.500 á síðastliðnum sjö árum. Auk þess hafi þurft að brúa 4,5 milljarða bil í fjárhagsáætlun borgarinnar í ár og mæta tekjufalli frá hruni upp á 20 prósent. „Við sjáum fyrir okkur nýjar og mögulega óvæntar leiðir til að bregðast við þessu ástandi og koma til móts við þennan fjölda barna sem þarf að komast inn í leikskóla næsta haust." Eins segir Oddný að stefnt hafi verið að því að finna varanlegar lausnir því að ekki hefði gengið til langframa að skera niður við innra starf skólanna á ári hverju. Að mati Oddnýjar er einn lykillinn að því að leysa þessi tvö vandamál að nýta betur húsnæði og skoða samrekstur. „Við erum meðal annars að skoða samrekstur leik- og grunnskóla eða að útbúa leikskóladeildir innan sumra grunnskóla. Svo erum við að skoða kosti þess að sameina unglingadeildir nærliggjandi skóla í einn skóla, en þó munu yngri börn sem fyrir eru ekki færast á milli. Allar hugmyndir sem lúta að þessu verða rökstuddar faglega og fjárhagslega." Tækifæri í sameiningum leikskólaHvað varðar leikskólana segir Oddný að tækifæri til hagræðingar felist í að sameina rekstur nærliggjandi skóla. „Sem stendur er enginn samrekstur milli leikskóla, þar sem eldhús eru til dæmis á hverjum stað. Hver skóli býr yfir starfsfólki með sérhæfða menntun, til dæmis í sérkennslu og listgreinum, en í dag er ekki möguleiki á að börn á öðrum leikskólum fái að njóta þeirra. Alls staðar er leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri þó að börnin séu sums staðar afar fá." Oddný bætir því við að þó að stjórnendum muni fækka á leikskólum sé tryggt að allir fái áfram starf hjá leikskólum borgarinnar í ljósi þess að börnum muni fjölga verulega. Hins vegar sé erfiðara að útiloka uppsagnir í grunnskólum. „Jafnvel þó að við værum ekki að hagræða þyrfti mjög líklega að gera breytingu á því sviði vegna stöðugrar nemendafækkunar í grunnskólunum. Það er sorglegt, en á móti kemur að við eigum laus störf fyrir fólk með kennslu- og uppeldismenntun á leikskólum og við munum reyna að koma til móts við sem flesta." Oddný segir að ómetanlegt hafi verið að vinna að hugmyndunum með foreldrum og starfsfólki. Þrátt fyrir allt skynji hún í þeim hópum skilning á nauðsyn þess að fara út í skipulagsbreytingar. „Mín tilfinning er sú að fólk sýni því skilning að breyta þurfi í skipulagi skóla- og frístundastarfs ef samhengi hlutanna er ljóst. Markmiðið er að endurskipuleggja til framtíðar þannig að við stöndum vörð um innra starf skóla og frístundaheimila." Nú líður senn að lokum endurskipulagningar, en hugmyndir verða lagðar fyrir borgarráð fyrir lok mánaðar. Oddný segist þess fullviss að endurskipulagningin muni skila bæði faglegum og fjárhagslegum ávinningi, og þeim 400 leikskólaplássum sem þörf er á. „Þetta eru stór skref sem bíða okkar, en ég held að þegar allt kemur til alls og fólk sér að við erum að nýta fjármuni betur muni það leiða til skilnings og vonandi sáttar." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði þar sem hugmyndir meirihlutans um endurskipulagningu í skóla- og frístundamálum borgarinnar hafa mætt nokkurri mótstöðu í hópi starfsfólks skólanna og foreldra skólabarna. Meðal þess sem er gagnrýnt er upplýsingaflæði um þær hugmyndir sem eru í gangi, sem og hvernig megi standa vörð um að breytingarnar komi ekki niður á faglegu starfi. Mikil fjölgun á leikskólumOddný segist hafa búist við ákveðinni mótstöðu við hugmyndirnar, þar sem þær snerti nær alla borgarbúa að einhverju leyti. Hún sé þó á þeirri skoðun að samráð, jafnvel umdeilt samráð, sé betra en að taka slíkar ákvarðanir á lokuðum fundum stjórnmálamanna. Svo verði líka að horfa á málið í stærra samhengi. „Í haust mun börnum á leikskólaaldri fjölga um 400, sem jafngildir um fjórum stórum leikskólum, og það er meðal þess sem kallaði á endurskipulagningu." Oddný bætir því við að á sama tíma hafi nemendum á grunnskólaaldri fækkað um 1.500 á síðastliðnum sjö árum. Auk þess hafi þurft að brúa 4,5 milljarða bil í fjárhagsáætlun borgarinnar í ár og mæta tekjufalli frá hruni upp á 20 prósent. „Við sjáum fyrir okkur nýjar og mögulega óvæntar leiðir til að bregðast við þessu ástandi og koma til móts við þennan fjölda barna sem þarf að komast inn í leikskóla næsta haust." Eins segir Oddný að stefnt hafi verið að því að finna varanlegar lausnir því að ekki hefði gengið til langframa að skera niður við innra starf skólanna á ári hverju. Að mati Oddnýjar er einn lykillinn að því að leysa þessi tvö vandamál að nýta betur húsnæði og skoða samrekstur. „Við erum meðal annars að skoða samrekstur leik- og grunnskóla eða að útbúa leikskóladeildir innan sumra grunnskóla. Svo erum við að skoða kosti þess að sameina unglingadeildir nærliggjandi skóla í einn skóla, en þó munu yngri börn sem fyrir eru ekki færast á milli. Allar hugmyndir sem lúta að þessu verða rökstuddar faglega og fjárhagslega." Tækifæri í sameiningum leikskólaHvað varðar leikskólana segir Oddný að tækifæri til hagræðingar felist í að sameina rekstur nærliggjandi skóla. „Sem stendur er enginn samrekstur milli leikskóla, þar sem eldhús eru til dæmis á hverjum stað. Hver skóli býr yfir starfsfólki með sérhæfða menntun, til dæmis í sérkennslu og listgreinum, en í dag er ekki möguleiki á að börn á öðrum leikskólum fái að njóta þeirra. Alls staðar er leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri þó að börnin séu sums staðar afar fá." Oddný bætir því við að þó að stjórnendum muni fækka á leikskólum sé tryggt að allir fái áfram starf hjá leikskólum borgarinnar í ljósi þess að börnum muni fjölga verulega. Hins vegar sé erfiðara að útiloka uppsagnir í grunnskólum. „Jafnvel þó að við værum ekki að hagræða þyrfti mjög líklega að gera breytingu á því sviði vegna stöðugrar nemendafækkunar í grunnskólunum. Það er sorglegt, en á móti kemur að við eigum laus störf fyrir fólk með kennslu- og uppeldismenntun á leikskólum og við munum reyna að koma til móts við sem flesta." Oddný segir að ómetanlegt hafi verið að vinna að hugmyndunum með foreldrum og starfsfólki. Þrátt fyrir allt skynji hún í þeim hópum skilning á nauðsyn þess að fara út í skipulagsbreytingar. „Mín tilfinning er sú að fólk sýni því skilning að breyta þurfi í skipulagi skóla- og frístundastarfs ef samhengi hlutanna er ljóst. Markmiðið er að endurskipuleggja til framtíðar þannig að við stöndum vörð um innra starf skóla og frístundaheimila." Nú líður senn að lokum endurskipulagningar, en hugmyndir verða lagðar fyrir borgarráð fyrir lok mánaðar. Oddný segist þess fullviss að endurskipulagningin muni skila bæði faglegum og fjárhagslegum ávinningi, og þeim 400 leikskólaplássum sem þörf er á. „Þetta eru stór skref sem bíða okkar, en ég held að þegar allt kemur til alls og fólk sér að við erum að nýta fjármuni betur muni það leiða til skilnings og vonandi sáttar." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira