Þörf á varanlegri lausnum 14. febrúar 2011 11:00 Oddný Sturludóttir segir að í ljósi fjölgunar barna á leikskólaaldri og fjárlagagats upp á 4,5 milljarða sé nauðsynlegt að endurskipuleggja skólakerfið í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði þar sem hugmyndir meirihlutans um endurskipulagningu í skóla- og frístundamálum borgarinnar hafa mætt nokkurri mótstöðu í hópi starfsfólks skólanna og foreldra skólabarna. Meðal þess sem er gagnrýnt er upplýsingaflæði um þær hugmyndir sem eru í gangi, sem og hvernig megi standa vörð um að breytingarnar komi ekki niður á faglegu starfi. Mikil fjölgun á leikskólumOddný segist hafa búist við ákveðinni mótstöðu við hugmyndirnar, þar sem þær snerti nær alla borgarbúa að einhverju leyti. Hún sé þó á þeirri skoðun að samráð, jafnvel umdeilt samráð, sé betra en að taka slíkar ákvarðanir á lokuðum fundum stjórnmálamanna. Svo verði líka að horfa á málið í stærra samhengi. „Í haust mun börnum á leikskólaaldri fjölga um 400, sem jafngildir um fjórum stórum leikskólum, og það er meðal þess sem kallaði á endurskipulagningu." Oddný bætir því við að á sama tíma hafi nemendum á grunnskólaaldri fækkað um 1.500 á síðastliðnum sjö árum. Auk þess hafi þurft að brúa 4,5 milljarða bil í fjárhagsáætlun borgarinnar í ár og mæta tekjufalli frá hruni upp á 20 prósent. „Við sjáum fyrir okkur nýjar og mögulega óvæntar leiðir til að bregðast við þessu ástandi og koma til móts við þennan fjölda barna sem þarf að komast inn í leikskóla næsta haust." Eins segir Oddný að stefnt hafi verið að því að finna varanlegar lausnir því að ekki hefði gengið til langframa að skera niður við innra starf skólanna á ári hverju. Að mati Oddnýjar er einn lykillinn að því að leysa þessi tvö vandamál að nýta betur húsnæði og skoða samrekstur. „Við erum meðal annars að skoða samrekstur leik- og grunnskóla eða að útbúa leikskóladeildir innan sumra grunnskóla. Svo erum við að skoða kosti þess að sameina unglingadeildir nærliggjandi skóla í einn skóla, en þó munu yngri börn sem fyrir eru ekki færast á milli. Allar hugmyndir sem lúta að þessu verða rökstuddar faglega og fjárhagslega." Tækifæri í sameiningum leikskólaHvað varðar leikskólana segir Oddný að tækifæri til hagræðingar felist í að sameina rekstur nærliggjandi skóla. „Sem stendur er enginn samrekstur milli leikskóla, þar sem eldhús eru til dæmis á hverjum stað. Hver skóli býr yfir starfsfólki með sérhæfða menntun, til dæmis í sérkennslu og listgreinum, en í dag er ekki möguleiki á að börn á öðrum leikskólum fái að njóta þeirra. Alls staðar er leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri þó að börnin séu sums staðar afar fá." Oddný bætir því við að þó að stjórnendum muni fækka á leikskólum sé tryggt að allir fái áfram starf hjá leikskólum borgarinnar í ljósi þess að börnum muni fjölga verulega. Hins vegar sé erfiðara að útiloka uppsagnir í grunnskólum. „Jafnvel þó að við værum ekki að hagræða þyrfti mjög líklega að gera breytingu á því sviði vegna stöðugrar nemendafækkunar í grunnskólunum. Það er sorglegt, en á móti kemur að við eigum laus störf fyrir fólk með kennslu- og uppeldismenntun á leikskólum og við munum reyna að koma til móts við sem flesta." Oddný segir að ómetanlegt hafi verið að vinna að hugmyndunum með foreldrum og starfsfólki. Þrátt fyrir allt skynji hún í þeim hópum skilning á nauðsyn þess að fara út í skipulagsbreytingar. „Mín tilfinning er sú að fólk sýni því skilning að breyta þurfi í skipulagi skóla- og frístundastarfs ef samhengi hlutanna er ljóst. Markmiðið er að endurskipuleggja til framtíðar þannig að við stöndum vörð um innra starf skóla og frístundaheimila." Nú líður senn að lokum endurskipulagningar, en hugmyndir verða lagðar fyrir borgarráð fyrir lok mánaðar. Oddný segist þess fullviss að endurskipulagningin muni skila bæði faglegum og fjárhagslegum ávinningi, og þeim 400 leikskólaplássum sem þörf er á. „Þetta eru stór skref sem bíða okkar, en ég held að þegar allt kemur til alls og fólk sér að við erum að nýta fjármuni betur muni það leiða til skilnings og vonandi sáttar." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði þar sem hugmyndir meirihlutans um endurskipulagningu í skóla- og frístundamálum borgarinnar hafa mætt nokkurri mótstöðu í hópi starfsfólks skólanna og foreldra skólabarna. Meðal þess sem er gagnrýnt er upplýsingaflæði um þær hugmyndir sem eru í gangi, sem og hvernig megi standa vörð um að breytingarnar komi ekki niður á faglegu starfi. Mikil fjölgun á leikskólumOddný segist hafa búist við ákveðinni mótstöðu við hugmyndirnar, þar sem þær snerti nær alla borgarbúa að einhverju leyti. Hún sé þó á þeirri skoðun að samráð, jafnvel umdeilt samráð, sé betra en að taka slíkar ákvarðanir á lokuðum fundum stjórnmálamanna. Svo verði líka að horfa á málið í stærra samhengi. „Í haust mun börnum á leikskólaaldri fjölga um 400, sem jafngildir um fjórum stórum leikskólum, og það er meðal þess sem kallaði á endurskipulagningu." Oddný bætir því við að á sama tíma hafi nemendum á grunnskólaaldri fækkað um 1.500 á síðastliðnum sjö árum. Auk þess hafi þurft að brúa 4,5 milljarða bil í fjárhagsáætlun borgarinnar í ár og mæta tekjufalli frá hruni upp á 20 prósent. „Við sjáum fyrir okkur nýjar og mögulega óvæntar leiðir til að bregðast við þessu ástandi og koma til móts við þennan fjölda barna sem þarf að komast inn í leikskóla næsta haust." Eins segir Oddný að stefnt hafi verið að því að finna varanlegar lausnir því að ekki hefði gengið til langframa að skera niður við innra starf skólanna á ári hverju. Að mati Oddnýjar er einn lykillinn að því að leysa þessi tvö vandamál að nýta betur húsnæði og skoða samrekstur. „Við erum meðal annars að skoða samrekstur leik- og grunnskóla eða að útbúa leikskóladeildir innan sumra grunnskóla. Svo erum við að skoða kosti þess að sameina unglingadeildir nærliggjandi skóla í einn skóla, en þó munu yngri börn sem fyrir eru ekki færast á milli. Allar hugmyndir sem lúta að þessu verða rökstuddar faglega og fjárhagslega." Tækifæri í sameiningum leikskólaHvað varðar leikskólana segir Oddný að tækifæri til hagræðingar felist í að sameina rekstur nærliggjandi skóla. „Sem stendur er enginn samrekstur milli leikskóla, þar sem eldhús eru til dæmis á hverjum stað. Hver skóli býr yfir starfsfólki með sérhæfða menntun, til dæmis í sérkennslu og listgreinum, en í dag er ekki möguleiki á að börn á öðrum leikskólum fái að njóta þeirra. Alls staðar er leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri þó að börnin séu sums staðar afar fá." Oddný bætir því við að þó að stjórnendum muni fækka á leikskólum sé tryggt að allir fái áfram starf hjá leikskólum borgarinnar í ljósi þess að börnum muni fjölga verulega. Hins vegar sé erfiðara að útiloka uppsagnir í grunnskólum. „Jafnvel þó að við værum ekki að hagræða þyrfti mjög líklega að gera breytingu á því sviði vegna stöðugrar nemendafækkunar í grunnskólunum. Það er sorglegt, en á móti kemur að við eigum laus störf fyrir fólk með kennslu- og uppeldismenntun á leikskólum og við munum reyna að koma til móts við sem flesta." Oddný segir að ómetanlegt hafi verið að vinna að hugmyndunum með foreldrum og starfsfólki. Þrátt fyrir allt skynji hún í þeim hópum skilning á nauðsyn þess að fara út í skipulagsbreytingar. „Mín tilfinning er sú að fólk sýni því skilning að breyta þurfi í skipulagi skóla- og frístundastarfs ef samhengi hlutanna er ljóst. Markmiðið er að endurskipuleggja til framtíðar þannig að við stöndum vörð um innra starf skóla og frístundaheimila." Nú líður senn að lokum endurskipulagningar, en hugmyndir verða lagðar fyrir borgarráð fyrir lok mánaðar. Oddný segist þess fullviss að endurskipulagningin muni skila bæði faglegum og fjárhagslegum ávinningi, og þeim 400 leikskólaplássum sem þörf er á. „Þetta eru stór skref sem bíða okkar, en ég held að þegar allt kemur til alls og fólk sér að við erum að nýta fjármuni betur muni það leiða til skilnings og vonandi sáttar." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira