Þörf á varanlegri lausnum 14. febrúar 2011 11:00 Oddný Sturludóttir segir að í ljósi fjölgunar barna á leikskólaaldri og fjárlagagats upp á 4,5 milljarða sé nauðsynlegt að endurskipuleggja skólakerfið í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði þar sem hugmyndir meirihlutans um endurskipulagningu í skóla- og frístundamálum borgarinnar hafa mætt nokkurri mótstöðu í hópi starfsfólks skólanna og foreldra skólabarna. Meðal þess sem er gagnrýnt er upplýsingaflæði um þær hugmyndir sem eru í gangi, sem og hvernig megi standa vörð um að breytingarnar komi ekki niður á faglegu starfi. Mikil fjölgun á leikskólumOddný segist hafa búist við ákveðinni mótstöðu við hugmyndirnar, þar sem þær snerti nær alla borgarbúa að einhverju leyti. Hún sé þó á þeirri skoðun að samráð, jafnvel umdeilt samráð, sé betra en að taka slíkar ákvarðanir á lokuðum fundum stjórnmálamanna. Svo verði líka að horfa á málið í stærra samhengi. „Í haust mun börnum á leikskólaaldri fjölga um 400, sem jafngildir um fjórum stórum leikskólum, og það er meðal þess sem kallaði á endurskipulagningu." Oddný bætir því við að á sama tíma hafi nemendum á grunnskólaaldri fækkað um 1.500 á síðastliðnum sjö árum. Auk þess hafi þurft að brúa 4,5 milljarða bil í fjárhagsáætlun borgarinnar í ár og mæta tekjufalli frá hruni upp á 20 prósent. „Við sjáum fyrir okkur nýjar og mögulega óvæntar leiðir til að bregðast við þessu ástandi og koma til móts við þennan fjölda barna sem þarf að komast inn í leikskóla næsta haust." Eins segir Oddný að stefnt hafi verið að því að finna varanlegar lausnir því að ekki hefði gengið til langframa að skera niður við innra starf skólanna á ári hverju. Að mati Oddnýjar er einn lykillinn að því að leysa þessi tvö vandamál að nýta betur húsnæði og skoða samrekstur. „Við erum meðal annars að skoða samrekstur leik- og grunnskóla eða að útbúa leikskóladeildir innan sumra grunnskóla. Svo erum við að skoða kosti þess að sameina unglingadeildir nærliggjandi skóla í einn skóla, en þó munu yngri börn sem fyrir eru ekki færast á milli. Allar hugmyndir sem lúta að þessu verða rökstuddar faglega og fjárhagslega." Tækifæri í sameiningum leikskólaHvað varðar leikskólana segir Oddný að tækifæri til hagræðingar felist í að sameina rekstur nærliggjandi skóla. „Sem stendur er enginn samrekstur milli leikskóla, þar sem eldhús eru til dæmis á hverjum stað. Hver skóli býr yfir starfsfólki með sérhæfða menntun, til dæmis í sérkennslu og listgreinum, en í dag er ekki möguleiki á að börn á öðrum leikskólum fái að njóta þeirra. Alls staðar er leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri þó að börnin séu sums staðar afar fá." Oddný bætir því við að þó að stjórnendum muni fækka á leikskólum sé tryggt að allir fái áfram starf hjá leikskólum borgarinnar í ljósi þess að börnum muni fjölga verulega. Hins vegar sé erfiðara að útiloka uppsagnir í grunnskólum. „Jafnvel þó að við værum ekki að hagræða þyrfti mjög líklega að gera breytingu á því sviði vegna stöðugrar nemendafækkunar í grunnskólunum. Það er sorglegt, en á móti kemur að við eigum laus störf fyrir fólk með kennslu- og uppeldismenntun á leikskólum og við munum reyna að koma til móts við sem flesta." Oddný segir að ómetanlegt hafi verið að vinna að hugmyndunum með foreldrum og starfsfólki. Þrátt fyrir allt skynji hún í þeim hópum skilning á nauðsyn þess að fara út í skipulagsbreytingar. „Mín tilfinning er sú að fólk sýni því skilning að breyta þurfi í skipulagi skóla- og frístundastarfs ef samhengi hlutanna er ljóst. Markmiðið er að endurskipuleggja til framtíðar þannig að við stöndum vörð um innra starf skóla og frístundaheimila." Nú líður senn að lokum endurskipulagningar, en hugmyndir verða lagðar fyrir borgarráð fyrir lok mánaðar. Oddný segist þess fullviss að endurskipulagningin muni skila bæði faglegum og fjárhagslegum ávinningi, og þeim 400 leikskólaplássum sem þörf er á. „Þetta eru stór skref sem bíða okkar, en ég held að þegar allt kemur til alls og fólk sér að við erum að nýta fjármuni betur muni það leiða til skilnings og vonandi sáttar." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði þar sem hugmyndir meirihlutans um endurskipulagningu í skóla- og frístundamálum borgarinnar hafa mætt nokkurri mótstöðu í hópi starfsfólks skólanna og foreldra skólabarna. Meðal þess sem er gagnrýnt er upplýsingaflæði um þær hugmyndir sem eru í gangi, sem og hvernig megi standa vörð um að breytingarnar komi ekki niður á faglegu starfi. Mikil fjölgun á leikskólumOddný segist hafa búist við ákveðinni mótstöðu við hugmyndirnar, þar sem þær snerti nær alla borgarbúa að einhverju leyti. Hún sé þó á þeirri skoðun að samráð, jafnvel umdeilt samráð, sé betra en að taka slíkar ákvarðanir á lokuðum fundum stjórnmálamanna. Svo verði líka að horfa á málið í stærra samhengi. „Í haust mun börnum á leikskólaaldri fjölga um 400, sem jafngildir um fjórum stórum leikskólum, og það er meðal þess sem kallaði á endurskipulagningu." Oddný bætir því við að á sama tíma hafi nemendum á grunnskólaaldri fækkað um 1.500 á síðastliðnum sjö árum. Auk þess hafi þurft að brúa 4,5 milljarða bil í fjárhagsáætlun borgarinnar í ár og mæta tekjufalli frá hruni upp á 20 prósent. „Við sjáum fyrir okkur nýjar og mögulega óvæntar leiðir til að bregðast við þessu ástandi og koma til móts við þennan fjölda barna sem þarf að komast inn í leikskóla næsta haust." Eins segir Oddný að stefnt hafi verið að því að finna varanlegar lausnir því að ekki hefði gengið til langframa að skera niður við innra starf skólanna á ári hverju. Að mati Oddnýjar er einn lykillinn að því að leysa þessi tvö vandamál að nýta betur húsnæði og skoða samrekstur. „Við erum meðal annars að skoða samrekstur leik- og grunnskóla eða að útbúa leikskóladeildir innan sumra grunnskóla. Svo erum við að skoða kosti þess að sameina unglingadeildir nærliggjandi skóla í einn skóla, en þó munu yngri börn sem fyrir eru ekki færast á milli. Allar hugmyndir sem lúta að þessu verða rökstuddar faglega og fjárhagslega." Tækifæri í sameiningum leikskólaHvað varðar leikskólana segir Oddný að tækifæri til hagræðingar felist í að sameina rekstur nærliggjandi skóla. „Sem stendur er enginn samrekstur milli leikskóla, þar sem eldhús eru til dæmis á hverjum stað. Hver skóli býr yfir starfsfólki með sérhæfða menntun, til dæmis í sérkennslu og listgreinum, en í dag er ekki möguleiki á að börn á öðrum leikskólum fái að njóta þeirra. Alls staðar er leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri þó að börnin séu sums staðar afar fá." Oddný bætir því við að þó að stjórnendum muni fækka á leikskólum sé tryggt að allir fái áfram starf hjá leikskólum borgarinnar í ljósi þess að börnum muni fjölga verulega. Hins vegar sé erfiðara að útiloka uppsagnir í grunnskólum. „Jafnvel þó að við værum ekki að hagræða þyrfti mjög líklega að gera breytingu á því sviði vegna stöðugrar nemendafækkunar í grunnskólunum. Það er sorglegt, en á móti kemur að við eigum laus störf fyrir fólk með kennslu- og uppeldismenntun á leikskólum og við munum reyna að koma til móts við sem flesta." Oddný segir að ómetanlegt hafi verið að vinna að hugmyndunum með foreldrum og starfsfólki. Þrátt fyrir allt skynji hún í þeim hópum skilning á nauðsyn þess að fara út í skipulagsbreytingar. „Mín tilfinning er sú að fólk sýni því skilning að breyta þurfi í skipulagi skóla- og frístundastarfs ef samhengi hlutanna er ljóst. Markmiðið er að endurskipuleggja til framtíðar þannig að við stöndum vörð um innra starf skóla og frístundaheimila." Nú líður senn að lokum endurskipulagningar, en hugmyndir verða lagðar fyrir borgarráð fyrir lok mánaðar. Oddný segist þess fullviss að endurskipulagningin muni skila bæði faglegum og fjárhagslegum ávinningi, og þeim 400 leikskólaplássum sem þörf er á. „Þetta eru stór skref sem bíða okkar, en ég held að þegar allt kemur til alls og fólk sér að við erum að nýta fjármuni betur muni það leiða til skilnings og vonandi sáttar." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira