Atkvæðagreiðsla um Icesave Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2011 05:00 1. Tvær sendinefndir hafa farið á fund Breta og Hollendinga til að semja um kröfur þeirra um að Íslendingar greiði það sem kallast Icesave-skuldir. Samningsuppkastið sem fyrri sendinefndin kom með var slæmt og óréttlátt. Það samningsuppkast var keyrt gegnum alþingi af stjórnarmeirihlutanum við mótmæli bæði innan þings og utan. Þegar til staðfestingar forseta kom, hafnaði hann hennar vegna mikils fjölda skriflegra mótmæla. Seinni sendinefndin var send út undir forsæti reynslumikils lögfræðings í milliríkja deilumálum, Lee Buchheit. Kom sú sendinefnd heim með samningsuppkast sem allir voru sammála um að væri mun betra og að mikilll árangur hefði verið af þeirri för enda faglegar tekið á málum. Ekki er talið að lengra verði komist í samningum við Breta og Hollendinga. Fór svo að 70 % þingmanna á Alþingi samþykkti lög til staðfestingar á samningnum. Var það óvenju hátt hlutfall samþykkis í umdeildu máli. Virtist sem komin væri á ró í samfélaginu og að betra yrði að sinna öðrum knýjandi málum. Á þessu stigi hafnaði forsetinn enn að undirrita lögin. Taldi hann, að mér skilst, að sér bæri enn að leita til þjóðarinnar til samþykktar á lögunum, að þjóðin sem löggjafi, sem reyndar hafði upphaflega framselt löggjafarvald sitt til Alþingis, þyrfti enn að samþykkja þau. Frekari samningsviðræður eru útilokaðar. Þess vegna er ég ákveðinn að segja já við atkvæðagreiðsluna og samþykkja gjörðir Alþingis. 2. Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumannna! Þetta er allt kapitalismanum og frjálshyggjunni að kennna! En hvað er kapitalismi? Hann er jafngamall sögu viðskipta í heiminum. Það er kapitalismi þegar maður á Hornafirði rekur fiskverslun og selur góðan humar. Gamla Guðjohnssenverslunin á Húsavík var rekin á kapitaliskum grunni. Svo er einnig þegar gullsmiður við Laugaveg selur skartgripi sína. Bæjarútgerð er hins vegar ekki kapitalismi. Það er ekki kapitalsismi þegar banki er rændur innan frá, eins og hér gerðist, eða utan frá. Að sjálfsögðu þarf að leggja hömlur á kaptalismann með lögum og skírri refsilögjöf eins og annað í mannsins framkvæmdum. Hindra þarf að auðhringar komist í einokunaraðstöðu. Í landi kapitalismans, Bandaríkjunum, var olíurisanum Standard Oil þegar árið 1911 gert að að brjóta upp olíusamstæðuna og hluta niður í fjölda smærri fyrirtækja sem síðar fóru í harða samkeppni sín á milli. Svo virðist að yfirvöld hafi verið allsendis óviðbúin þegar holskefla spriklandi erlends fjármagns skall á strendur Íslands. Hið erlenda fjármagn skapaði „velmegun“og útrásararvíkingum og bönkum var gefið fullkomið frelsi en heimildum, sem til staðar voru fyrir að leggja á hömlur, ekki beitt. Höfundar Icesave reikninganna kölluðu þá algera snilld og á flestum stöðum í þjóðfélaginu voru verkin lofuð. Í skjóli eftirlitsleysis voru bankar rændir innan frá. Fjöldinn dansaði með. Yfirvöld lofuðu gullið sem hafði borist. Stór hluti þjóðarinnar fór í miklar fjárfestingar og á eyðslufylleri sem við hrunið olli miklum timburmönnum og gríðarlegum eignamissi. Það voru engir smákallar sem keyptu Magasin du Nord! Þegar vindar báru ekki lengur með sér fjármagn til landsins kom í ljós að bankar okkar og svokallaðir víkingar höfðu keyrt allt um koll hér í skjóli frelsis og eftirlitsleysis þeirra sem ráðnir voru til eftirlits og aðhalds. Er ríkisstjórn Geirs Haarde sek um vanrækslu ? Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndarinnar taldi Alþingi að fjórir ráðherrar hefðu mögulega gerst sekir um vanrækslu í starfi og því bæri að stefna þeim fyrir landsdóm. Atli Gíslason alþingismaður sem leiddi í þinginu nefnd um Landsdómsmálið sagði svo frá í viðtali við fréttablaðið 26.mars sl.: „Landsdómshliðin fór út í pólitísk hrossakaup, það voru undirmál í gangi, eitthvað sem ég hefi aldrei náð utan um.“ Við atkvæðagreiðslu í þinginu með nafnakalli um hvern skyldi ákæra varð niðurstaðan að aðeins skyldi ákæra einn ráðherra, Geir Haarde. Fjórir einstaklingar eru skv. skýrslu eftirlitsnefndar alþingis grunaðir um brot, en málið er leyst með því að ákæra einungis einn. Vonandi er þetta ekki fordæmisgefandi í íslensku réttarfari. Gæslumenn réttarríkisins hurfu af leikvelli. Eftirlitskerfið brást. Ber ekki stór hluti þjóðarinnar nokkra sök á því hvernig fór? Á þeim forsendum mun ég segja já við atkvæðagreiðslunu 9. April. 3. Ef samningi þeim, sem alþingi hefur þegar samþykkt, verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. april er aðeins dómstólaleiðin eftir. Hún mun taka langan tíma, jafnvel nokkur ár. Niðurstaðan yrði mjög tvísýn. Bjartsýnir menn telja að byrðar verði ekki óbærilegar ef samningurinn verður samþykktur, miðað við væntanleg skil Í gamla Landsbankanum og nokkuð stöðugt gengi íslenskrar krónu. Ef íslenska ríkið dæmist hins vegar til að borga Icesave-skuldirnar verður gengisáhættan hin sama og við samþykkt samnings en óumdeilanlega verður vaxtakrafa hærri. Mögulega mun samþykktin styrkja gengi krónunnar því að þá hefur mikið ágreiningsmál milli þjóða verið til lykta leitt. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í viðtali að hann myndi greiða atkvæði með samþykkt samningsins; hann væri orðinn svo leiður á umræðunni um Icesave umræðunni. Svo er um alla þjóðina. Það er auðveldara að selja nei-ið í þessu málim en já, sagði einhver. Fær þjóðin nægan tíma til að kynna sér hlutlaust álit lagadeildar Háskólans Íslands? Niðurstaða þessa máls gæti ráðist af því. Samvæmt ofansögðu mun ég segja já. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
1. Tvær sendinefndir hafa farið á fund Breta og Hollendinga til að semja um kröfur þeirra um að Íslendingar greiði það sem kallast Icesave-skuldir. Samningsuppkastið sem fyrri sendinefndin kom með var slæmt og óréttlátt. Það samningsuppkast var keyrt gegnum alþingi af stjórnarmeirihlutanum við mótmæli bæði innan þings og utan. Þegar til staðfestingar forseta kom, hafnaði hann hennar vegna mikils fjölda skriflegra mótmæla. Seinni sendinefndin var send út undir forsæti reynslumikils lögfræðings í milliríkja deilumálum, Lee Buchheit. Kom sú sendinefnd heim með samningsuppkast sem allir voru sammála um að væri mun betra og að mikilll árangur hefði verið af þeirri för enda faglegar tekið á málum. Ekki er talið að lengra verði komist í samningum við Breta og Hollendinga. Fór svo að 70 % þingmanna á Alþingi samþykkti lög til staðfestingar á samningnum. Var það óvenju hátt hlutfall samþykkis í umdeildu máli. Virtist sem komin væri á ró í samfélaginu og að betra yrði að sinna öðrum knýjandi málum. Á þessu stigi hafnaði forsetinn enn að undirrita lögin. Taldi hann, að mér skilst, að sér bæri enn að leita til þjóðarinnar til samþykktar á lögunum, að þjóðin sem löggjafi, sem reyndar hafði upphaflega framselt löggjafarvald sitt til Alþingis, þyrfti enn að samþykkja þau. Frekari samningsviðræður eru útilokaðar. Þess vegna er ég ákveðinn að segja já við atkvæðagreiðsluna og samþykkja gjörðir Alþingis. 2. Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumannna! Þetta er allt kapitalismanum og frjálshyggjunni að kennna! En hvað er kapitalismi? Hann er jafngamall sögu viðskipta í heiminum. Það er kapitalismi þegar maður á Hornafirði rekur fiskverslun og selur góðan humar. Gamla Guðjohnssenverslunin á Húsavík var rekin á kapitaliskum grunni. Svo er einnig þegar gullsmiður við Laugaveg selur skartgripi sína. Bæjarútgerð er hins vegar ekki kapitalismi. Það er ekki kapitalsismi þegar banki er rændur innan frá, eins og hér gerðist, eða utan frá. Að sjálfsögðu þarf að leggja hömlur á kaptalismann með lögum og skírri refsilögjöf eins og annað í mannsins framkvæmdum. Hindra þarf að auðhringar komist í einokunaraðstöðu. Í landi kapitalismans, Bandaríkjunum, var olíurisanum Standard Oil þegar árið 1911 gert að að brjóta upp olíusamstæðuna og hluta niður í fjölda smærri fyrirtækja sem síðar fóru í harða samkeppni sín á milli. Svo virðist að yfirvöld hafi verið allsendis óviðbúin þegar holskefla spriklandi erlends fjármagns skall á strendur Íslands. Hið erlenda fjármagn skapaði „velmegun“og útrásararvíkingum og bönkum var gefið fullkomið frelsi en heimildum, sem til staðar voru fyrir að leggja á hömlur, ekki beitt. Höfundar Icesave reikninganna kölluðu þá algera snilld og á flestum stöðum í þjóðfélaginu voru verkin lofuð. Í skjóli eftirlitsleysis voru bankar rændir innan frá. Fjöldinn dansaði með. Yfirvöld lofuðu gullið sem hafði borist. Stór hluti þjóðarinnar fór í miklar fjárfestingar og á eyðslufylleri sem við hrunið olli miklum timburmönnum og gríðarlegum eignamissi. Það voru engir smákallar sem keyptu Magasin du Nord! Þegar vindar báru ekki lengur með sér fjármagn til landsins kom í ljós að bankar okkar og svokallaðir víkingar höfðu keyrt allt um koll hér í skjóli frelsis og eftirlitsleysis þeirra sem ráðnir voru til eftirlits og aðhalds. Er ríkisstjórn Geirs Haarde sek um vanrækslu ? Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndarinnar taldi Alþingi að fjórir ráðherrar hefðu mögulega gerst sekir um vanrækslu í starfi og því bæri að stefna þeim fyrir landsdóm. Atli Gíslason alþingismaður sem leiddi í þinginu nefnd um Landsdómsmálið sagði svo frá í viðtali við fréttablaðið 26.mars sl.: „Landsdómshliðin fór út í pólitísk hrossakaup, það voru undirmál í gangi, eitthvað sem ég hefi aldrei náð utan um.“ Við atkvæðagreiðslu í þinginu með nafnakalli um hvern skyldi ákæra varð niðurstaðan að aðeins skyldi ákæra einn ráðherra, Geir Haarde. Fjórir einstaklingar eru skv. skýrslu eftirlitsnefndar alþingis grunaðir um brot, en málið er leyst með því að ákæra einungis einn. Vonandi er þetta ekki fordæmisgefandi í íslensku réttarfari. Gæslumenn réttarríkisins hurfu af leikvelli. Eftirlitskerfið brást. Ber ekki stór hluti þjóðarinnar nokkra sök á því hvernig fór? Á þeim forsendum mun ég segja já við atkvæðagreiðslunu 9. April. 3. Ef samningi þeim, sem alþingi hefur þegar samþykkt, verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. april er aðeins dómstólaleiðin eftir. Hún mun taka langan tíma, jafnvel nokkur ár. Niðurstaðan yrði mjög tvísýn. Bjartsýnir menn telja að byrðar verði ekki óbærilegar ef samningurinn verður samþykktur, miðað við væntanleg skil Í gamla Landsbankanum og nokkuð stöðugt gengi íslenskrar krónu. Ef íslenska ríkið dæmist hins vegar til að borga Icesave-skuldirnar verður gengisáhættan hin sama og við samþykkt samnings en óumdeilanlega verður vaxtakrafa hærri. Mögulega mun samþykktin styrkja gengi krónunnar því að þá hefur mikið ágreiningsmál milli þjóða verið til lykta leitt. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í viðtali að hann myndi greiða atkvæði með samþykkt samningsins; hann væri orðinn svo leiður á umræðunni um Icesave umræðunni. Svo er um alla þjóðina. Það er auðveldara að selja nei-ið í þessu málim en já, sagði einhver. Fær þjóðin nægan tíma til að kynna sér hlutlaust álit lagadeildar Háskólans Íslands? Niðurstaða þessa máls gæti ráðist af því. Samvæmt ofansögðu mun ég segja já.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun