Atkvæðagreiðsla um Icesave Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2011 05:00 1. Tvær sendinefndir hafa farið á fund Breta og Hollendinga til að semja um kröfur þeirra um að Íslendingar greiði það sem kallast Icesave-skuldir. Samningsuppkastið sem fyrri sendinefndin kom með var slæmt og óréttlátt. Það samningsuppkast var keyrt gegnum alþingi af stjórnarmeirihlutanum við mótmæli bæði innan þings og utan. Þegar til staðfestingar forseta kom, hafnaði hann hennar vegna mikils fjölda skriflegra mótmæla. Seinni sendinefndin var send út undir forsæti reynslumikils lögfræðings í milliríkja deilumálum, Lee Buchheit. Kom sú sendinefnd heim með samningsuppkast sem allir voru sammála um að væri mun betra og að mikilll árangur hefði verið af þeirri för enda faglegar tekið á málum. Ekki er talið að lengra verði komist í samningum við Breta og Hollendinga. Fór svo að 70 % þingmanna á Alþingi samþykkti lög til staðfestingar á samningnum. Var það óvenju hátt hlutfall samþykkis í umdeildu máli. Virtist sem komin væri á ró í samfélaginu og að betra yrði að sinna öðrum knýjandi málum. Á þessu stigi hafnaði forsetinn enn að undirrita lögin. Taldi hann, að mér skilst, að sér bæri enn að leita til þjóðarinnar til samþykktar á lögunum, að þjóðin sem löggjafi, sem reyndar hafði upphaflega framselt löggjafarvald sitt til Alþingis, þyrfti enn að samþykkja þau. Frekari samningsviðræður eru útilokaðar. Þess vegna er ég ákveðinn að segja já við atkvæðagreiðsluna og samþykkja gjörðir Alþingis. 2. Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumannna! Þetta er allt kapitalismanum og frjálshyggjunni að kennna! En hvað er kapitalismi? Hann er jafngamall sögu viðskipta í heiminum. Það er kapitalismi þegar maður á Hornafirði rekur fiskverslun og selur góðan humar. Gamla Guðjohnssenverslunin á Húsavík var rekin á kapitaliskum grunni. Svo er einnig þegar gullsmiður við Laugaveg selur skartgripi sína. Bæjarútgerð er hins vegar ekki kapitalismi. Það er ekki kapitalsismi þegar banki er rændur innan frá, eins og hér gerðist, eða utan frá. Að sjálfsögðu þarf að leggja hömlur á kaptalismann með lögum og skírri refsilögjöf eins og annað í mannsins framkvæmdum. Hindra þarf að auðhringar komist í einokunaraðstöðu. Í landi kapitalismans, Bandaríkjunum, var olíurisanum Standard Oil þegar árið 1911 gert að að brjóta upp olíusamstæðuna og hluta niður í fjölda smærri fyrirtækja sem síðar fóru í harða samkeppni sín á milli. Svo virðist að yfirvöld hafi verið allsendis óviðbúin þegar holskefla spriklandi erlends fjármagns skall á strendur Íslands. Hið erlenda fjármagn skapaði „velmegun“og útrásararvíkingum og bönkum var gefið fullkomið frelsi en heimildum, sem til staðar voru fyrir að leggja á hömlur, ekki beitt. Höfundar Icesave reikninganna kölluðu þá algera snilld og á flestum stöðum í þjóðfélaginu voru verkin lofuð. Í skjóli eftirlitsleysis voru bankar rændir innan frá. Fjöldinn dansaði með. Yfirvöld lofuðu gullið sem hafði borist. Stór hluti þjóðarinnar fór í miklar fjárfestingar og á eyðslufylleri sem við hrunið olli miklum timburmönnum og gríðarlegum eignamissi. Það voru engir smákallar sem keyptu Magasin du Nord! Þegar vindar báru ekki lengur með sér fjármagn til landsins kom í ljós að bankar okkar og svokallaðir víkingar höfðu keyrt allt um koll hér í skjóli frelsis og eftirlitsleysis þeirra sem ráðnir voru til eftirlits og aðhalds. Er ríkisstjórn Geirs Haarde sek um vanrækslu ? Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndarinnar taldi Alþingi að fjórir ráðherrar hefðu mögulega gerst sekir um vanrækslu í starfi og því bæri að stefna þeim fyrir landsdóm. Atli Gíslason alþingismaður sem leiddi í þinginu nefnd um Landsdómsmálið sagði svo frá í viðtali við fréttablaðið 26.mars sl.: „Landsdómshliðin fór út í pólitísk hrossakaup, það voru undirmál í gangi, eitthvað sem ég hefi aldrei náð utan um.“ Við atkvæðagreiðslu í þinginu með nafnakalli um hvern skyldi ákæra varð niðurstaðan að aðeins skyldi ákæra einn ráðherra, Geir Haarde. Fjórir einstaklingar eru skv. skýrslu eftirlitsnefndar alþingis grunaðir um brot, en málið er leyst með því að ákæra einungis einn. Vonandi er þetta ekki fordæmisgefandi í íslensku réttarfari. Gæslumenn réttarríkisins hurfu af leikvelli. Eftirlitskerfið brást. Ber ekki stór hluti þjóðarinnar nokkra sök á því hvernig fór? Á þeim forsendum mun ég segja já við atkvæðagreiðslunu 9. April. 3. Ef samningi þeim, sem alþingi hefur þegar samþykkt, verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. april er aðeins dómstólaleiðin eftir. Hún mun taka langan tíma, jafnvel nokkur ár. Niðurstaðan yrði mjög tvísýn. Bjartsýnir menn telja að byrðar verði ekki óbærilegar ef samningurinn verður samþykktur, miðað við væntanleg skil Í gamla Landsbankanum og nokkuð stöðugt gengi íslenskrar krónu. Ef íslenska ríkið dæmist hins vegar til að borga Icesave-skuldirnar verður gengisáhættan hin sama og við samþykkt samnings en óumdeilanlega verður vaxtakrafa hærri. Mögulega mun samþykktin styrkja gengi krónunnar því að þá hefur mikið ágreiningsmál milli þjóða verið til lykta leitt. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í viðtali að hann myndi greiða atkvæði með samþykkt samningsins; hann væri orðinn svo leiður á umræðunni um Icesave umræðunni. Svo er um alla þjóðina. Það er auðveldara að selja nei-ið í þessu málim en já, sagði einhver. Fær þjóðin nægan tíma til að kynna sér hlutlaust álit lagadeildar Háskólans Íslands? Niðurstaða þessa máls gæti ráðist af því. Samvæmt ofansögðu mun ég segja já. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
1. Tvær sendinefndir hafa farið á fund Breta og Hollendinga til að semja um kröfur þeirra um að Íslendingar greiði það sem kallast Icesave-skuldir. Samningsuppkastið sem fyrri sendinefndin kom með var slæmt og óréttlátt. Það samningsuppkast var keyrt gegnum alþingi af stjórnarmeirihlutanum við mótmæli bæði innan þings og utan. Þegar til staðfestingar forseta kom, hafnaði hann hennar vegna mikils fjölda skriflegra mótmæla. Seinni sendinefndin var send út undir forsæti reynslumikils lögfræðings í milliríkja deilumálum, Lee Buchheit. Kom sú sendinefnd heim með samningsuppkast sem allir voru sammála um að væri mun betra og að mikilll árangur hefði verið af þeirri för enda faglegar tekið á málum. Ekki er talið að lengra verði komist í samningum við Breta og Hollendinga. Fór svo að 70 % þingmanna á Alþingi samþykkti lög til staðfestingar á samningnum. Var það óvenju hátt hlutfall samþykkis í umdeildu máli. Virtist sem komin væri á ró í samfélaginu og að betra yrði að sinna öðrum knýjandi málum. Á þessu stigi hafnaði forsetinn enn að undirrita lögin. Taldi hann, að mér skilst, að sér bæri enn að leita til þjóðarinnar til samþykktar á lögunum, að þjóðin sem löggjafi, sem reyndar hafði upphaflega framselt löggjafarvald sitt til Alþingis, þyrfti enn að samþykkja þau. Frekari samningsviðræður eru útilokaðar. Þess vegna er ég ákveðinn að segja já við atkvæðagreiðsluna og samþykkja gjörðir Alþingis. 2. Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumannna! Þetta er allt kapitalismanum og frjálshyggjunni að kennna! En hvað er kapitalismi? Hann er jafngamall sögu viðskipta í heiminum. Það er kapitalismi þegar maður á Hornafirði rekur fiskverslun og selur góðan humar. Gamla Guðjohnssenverslunin á Húsavík var rekin á kapitaliskum grunni. Svo er einnig þegar gullsmiður við Laugaveg selur skartgripi sína. Bæjarútgerð er hins vegar ekki kapitalismi. Það er ekki kapitalsismi þegar banki er rændur innan frá, eins og hér gerðist, eða utan frá. Að sjálfsögðu þarf að leggja hömlur á kaptalismann með lögum og skírri refsilögjöf eins og annað í mannsins framkvæmdum. Hindra þarf að auðhringar komist í einokunaraðstöðu. Í landi kapitalismans, Bandaríkjunum, var olíurisanum Standard Oil þegar árið 1911 gert að að brjóta upp olíusamstæðuna og hluta niður í fjölda smærri fyrirtækja sem síðar fóru í harða samkeppni sín á milli. Svo virðist að yfirvöld hafi verið allsendis óviðbúin þegar holskefla spriklandi erlends fjármagns skall á strendur Íslands. Hið erlenda fjármagn skapaði „velmegun“og útrásararvíkingum og bönkum var gefið fullkomið frelsi en heimildum, sem til staðar voru fyrir að leggja á hömlur, ekki beitt. Höfundar Icesave reikninganna kölluðu þá algera snilld og á flestum stöðum í þjóðfélaginu voru verkin lofuð. Í skjóli eftirlitsleysis voru bankar rændir innan frá. Fjöldinn dansaði með. Yfirvöld lofuðu gullið sem hafði borist. Stór hluti þjóðarinnar fór í miklar fjárfestingar og á eyðslufylleri sem við hrunið olli miklum timburmönnum og gríðarlegum eignamissi. Það voru engir smákallar sem keyptu Magasin du Nord! Þegar vindar báru ekki lengur með sér fjármagn til landsins kom í ljós að bankar okkar og svokallaðir víkingar höfðu keyrt allt um koll hér í skjóli frelsis og eftirlitsleysis þeirra sem ráðnir voru til eftirlits og aðhalds. Er ríkisstjórn Geirs Haarde sek um vanrækslu ? Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndarinnar taldi Alþingi að fjórir ráðherrar hefðu mögulega gerst sekir um vanrækslu í starfi og því bæri að stefna þeim fyrir landsdóm. Atli Gíslason alþingismaður sem leiddi í þinginu nefnd um Landsdómsmálið sagði svo frá í viðtali við fréttablaðið 26.mars sl.: „Landsdómshliðin fór út í pólitísk hrossakaup, það voru undirmál í gangi, eitthvað sem ég hefi aldrei náð utan um.“ Við atkvæðagreiðslu í þinginu með nafnakalli um hvern skyldi ákæra varð niðurstaðan að aðeins skyldi ákæra einn ráðherra, Geir Haarde. Fjórir einstaklingar eru skv. skýrslu eftirlitsnefndar alþingis grunaðir um brot, en málið er leyst með því að ákæra einungis einn. Vonandi er þetta ekki fordæmisgefandi í íslensku réttarfari. Gæslumenn réttarríkisins hurfu af leikvelli. Eftirlitskerfið brást. Ber ekki stór hluti þjóðarinnar nokkra sök á því hvernig fór? Á þeim forsendum mun ég segja já við atkvæðagreiðslunu 9. April. 3. Ef samningi þeim, sem alþingi hefur þegar samþykkt, verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. april er aðeins dómstólaleiðin eftir. Hún mun taka langan tíma, jafnvel nokkur ár. Niðurstaðan yrði mjög tvísýn. Bjartsýnir menn telja að byrðar verði ekki óbærilegar ef samningurinn verður samþykktur, miðað við væntanleg skil Í gamla Landsbankanum og nokkuð stöðugt gengi íslenskrar krónu. Ef íslenska ríkið dæmist hins vegar til að borga Icesave-skuldirnar verður gengisáhættan hin sama og við samþykkt samnings en óumdeilanlega verður vaxtakrafa hærri. Mögulega mun samþykktin styrkja gengi krónunnar því að þá hefur mikið ágreiningsmál milli þjóða verið til lykta leitt. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í viðtali að hann myndi greiða atkvæði með samþykkt samningsins; hann væri orðinn svo leiður á umræðunni um Icesave umræðunni. Svo er um alla þjóðina. Það er auðveldara að selja nei-ið í þessu málim en já, sagði einhver. Fær þjóðin nægan tíma til að kynna sér hlutlaust álit lagadeildar Háskólans Íslands? Niðurstaða þessa máls gæti ráðist af því. Samvæmt ofansögðu mun ég segja já.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar