Lífið

Rebekka sest í dómarasætið

Rebekka hefur tekið sæti í dómnefnd risavaxinnar alþjóðlegrar ljósmyndakeppni.
Mynd/Rebekka
Rebekka hefur tekið sæti í dómnefnd risavaxinnar alþjóðlegrar ljósmyndakeppni. Mynd/Rebekka
„Mér fannst hljóma svo skemmtilega að geta sagt að ég sé að fara að gera þetta – þetta er flott á ferilskránni, að vera dómari," segir listakonan Rebekka Guðleifsdóttir.

Rebekku var boðið sæti í dómnefnd alþjóðlegu ljósmyndakeppninnar Digital Camera Photographer í ár. Þessi keppni komst í fréttirnar á Íslandi árið 2009 þegar séra Bragi Ingibergsson, sóknarprestur í Hafnarfirði, sigraði með glæsilegri mynd sinni af tveimur hestum. Rebekka verður yfirdómari í flokknum Creative License, en þar leyfa ljósmyndarar sköpunargáfunni að njóta sín. „Þetta er sköpunarglaðasti flokkurinn, ef ég skil þetta rétt," segir hún.

Ætlarðu að vera harður dómari? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei áður verið dómari – hef ekki einu sinni keppt mikið sjálf. En auðvitað hef ég rosalega sterkar skoðanir á því hvað er góð ljósmynd og hvað er ekki góð ljósmynd."

Keppnin er afar viðamikil, en um 100 þúsund myndir bárust frá 126 löndum árið 2009. Rebekka þarf ekki að fara í gegnum þúsundir mynda þar sem sérstök undirdómnefnd tilnefnir 30 myndir. „Ég fæ ekki borgað fyrir þetta, en það tekur ekki svo mikinn tíma. Þannig að þetta er bara skemmtilegt," segir Rebekka.

En fá Íslendingar sérstakt forskot hjá þér? „Ónei."

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.