Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 7. apríl 2011 22:04 Ásbjörn Friðriksson lék vel fyrir FH í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira