Fáum aldrei leið hver á öðrum 1. febrúar 2011 16:28 Reykjavík síðdegis í hljóðverinu í gær. Mynd/GVA Í dag eru tíu ár frá því að útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis fór fyrst í loftið á Bylgjunni. Þorgeir Ástvaldsson settist þá við hljóðnemann ásamt Sighvati Jónssyni, en síðustu ár hefur Þorgeir notið liðsinnis Kristófers Helgasonar og Braga Guðmundssonar. Þeir félagar segja gott samstarf og fjölbreytt efnistök grunninn að góðu gengi. „Ég var að hugleiða það fyrir tíu árum að hætta í fjölmiðlum og róa á önnur mið en þá var þeirri hugmynd gaukað að mér að halda utan um fjölbreyttan umræðuþátt á Bylgjunni. Þar yrði tekið á ólíkum málefnum, allt frá heitum þjóðfélagsmálum til dægurmála, og eldri og yngri kynslóðum, mér og Sighvati, væri att saman. Mér fannst hún svo heillandi að ég sló til og hef verið að síðan," minnist Þorgeir og segir þáttinn ekki aðeins hafa komið með ferska vinda heldur brotið blað í upptöku- og tæknivinnslu í íslensku útvarpi. „Reykjavík síðdegis var fyrsti íslenski upptekni þátturinn "í beinni", það er hluti efnisins var tekinn upp og klipptur til með aðstoð tölvu á meðan lag var til dæmis í spilun; þegar laginu lauk var efnisbúturinn svo leikinn, símtal frá hlustanda eða þvíumlíkt og áheyrendur spurðir hvað þeim þætti um málið. Kjörorðið var: þú hlustar á mig, ég hlusta á þig. Þetta var nýnæmi hérlendis á þeim tíma og með þessari nálgun í tæknimálum opnuðust nýjar gáttir í dagskrárgerð," útskýrir Þorgeir. Ýmsir hafa komið að gerð þáttarins frá því hann hóf göngu sína, allt saman gott fólk sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar, að sögn Þorgeirs. „Ég hef verið mjög lánsamur og þeir Bragi og Kristófer eru þægilegir í samstarfi og miklir vinir mínir," segir hann og klappar á bakið á þeim síðarnefnda, sem tekur undir þau orð. „Þetta er flottur hópur og ekki hægt að fá skemmtilegri og betri vinnufélaga," segir hann. "Mikið jafnræði er með okkur og við fáum aldrei leið hver á öðrum." Beðnir um að rifja upp eftirminnileg mál segja Þorgeir og Kristófer af mörgu að taka, en hrunið er báðum ofarlega í huga. „Auðvitað er erfitt að nefna einn atburð; þeir sem hafa komið upp hverju sinni hafa verið teknir fyrir stórir og smáir en þetta var stórt mál," segir Kristófer og Þorgeir bætir við að auk þess hafi það sett sitt mark á efnistök í þættinum. „Efnahagsmál vega til dæmis þyngra en áður og neytendamál líka en hlustendur gera aukna kröfu um að við köfum ofan í þau, fjármál heimilanna." Talið berst þá aftur að afmælinu, en félagarnir segjast ætla að fagna því í dag með því að rifja upp liðna tíma. „Við ætlum að minnast þess markverðasta sem hefur gerst, senda utan úr bæ og heyra í fólki sem var framarlega í samfélaginu fyrir tíu árum þegar þátturinn byrjaði," segir Kristófer og Þorgeir útilokar ekki að þeir fái sér jafnvel köku með kaffinu til að gera sér dagamun. „Svo gengur þetta bara sinn vanagang," segir hann hógvær og að svo búnu hverfa félagarnir aftur inn í upptökuver þar sem "bein útsending" er um það bil að hefjast. roald@frettabladid.is Reykjavík síðdegis er sendur út frá efstu hæð veitingastaðarins í Perlunni í dag. Þar verður litið um öxl og þau mál sem stöðugt eru til umræðu skoðuð í fortíð og nútíð. Hægt er að hlusta á beina útsendingu hér á Vísi. Að þættinum loknum ætla þeir félagar svo að snæða saman kvöldverð í Perlunni og fagna afmælinu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í dag eru tíu ár frá því að útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis fór fyrst í loftið á Bylgjunni. Þorgeir Ástvaldsson settist þá við hljóðnemann ásamt Sighvati Jónssyni, en síðustu ár hefur Þorgeir notið liðsinnis Kristófers Helgasonar og Braga Guðmundssonar. Þeir félagar segja gott samstarf og fjölbreytt efnistök grunninn að góðu gengi. „Ég var að hugleiða það fyrir tíu árum að hætta í fjölmiðlum og róa á önnur mið en þá var þeirri hugmynd gaukað að mér að halda utan um fjölbreyttan umræðuþátt á Bylgjunni. Þar yrði tekið á ólíkum málefnum, allt frá heitum þjóðfélagsmálum til dægurmála, og eldri og yngri kynslóðum, mér og Sighvati, væri att saman. Mér fannst hún svo heillandi að ég sló til og hef verið að síðan," minnist Þorgeir og segir þáttinn ekki aðeins hafa komið með ferska vinda heldur brotið blað í upptöku- og tæknivinnslu í íslensku útvarpi. „Reykjavík síðdegis var fyrsti íslenski upptekni þátturinn "í beinni", það er hluti efnisins var tekinn upp og klipptur til með aðstoð tölvu á meðan lag var til dæmis í spilun; þegar laginu lauk var efnisbúturinn svo leikinn, símtal frá hlustanda eða þvíumlíkt og áheyrendur spurðir hvað þeim þætti um málið. Kjörorðið var: þú hlustar á mig, ég hlusta á þig. Þetta var nýnæmi hérlendis á þeim tíma og með þessari nálgun í tæknimálum opnuðust nýjar gáttir í dagskrárgerð," útskýrir Þorgeir. Ýmsir hafa komið að gerð þáttarins frá því hann hóf göngu sína, allt saman gott fólk sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar, að sögn Þorgeirs. „Ég hef verið mjög lánsamur og þeir Bragi og Kristófer eru þægilegir í samstarfi og miklir vinir mínir," segir hann og klappar á bakið á þeim síðarnefnda, sem tekur undir þau orð. „Þetta er flottur hópur og ekki hægt að fá skemmtilegri og betri vinnufélaga," segir hann. "Mikið jafnræði er með okkur og við fáum aldrei leið hver á öðrum." Beðnir um að rifja upp eftirminnileg mál segja Þorgeir og Kristófer af mörgu að taka, en hrunið er báðum ofarlega í huga. „Auðvitað er erfitt að nefna einn atburð; þeir sem hafa komið upp hverju sinni hafa verið teknir fyrir stórir og smáir en þetta var stórt mál," segir Kristófer og Þorgeir bætir við að auk þess hafi það sett sitt mark á efnistök í þættinum. „Efnahagsmál vega til dæmis þyngra en áður og neytendamál líka en hlustendur gera aukna kröfu um að við köfum ofan í þau, fjármál heimilanna." Talið berst þá aftur að afmælinu, en félagarnir segjast ætla að fagna því í dag með því að rifja upp liðna tíma. „Við ætlum að minnast þess markverðasta sem hefur gerst, senda utan úr bæ og heyra í fólki sem var framarlega í samfélaginu fyrir tíu árum þegar þátturinn byrjaði," segir Kristófer og Þorgeir útilokar ekki að þeir fái sér jafnvel köku með kaffinu til að gera sér dagamun. „Svo gengur þetta bara sinn vanagang," segir hann hógvær og að svo búnu hverfa félagarnir aftur inn í upptökuver þar sem "bein útsending" er um það bil að hefjast. roald@frettabladid.is Reykjavík síðdegis er sendur út frá efstu hæð veitingastaðarins í Perlunni í dag. Þar verður litið um öxl og þau mál sem stöðugt eru til umræðu skoðuð í fortíð og nútíð. Hægt er að hlusta á beina útsendingu hér á Vísi. Að þættinum loknum ætla þeir félagar svo að snæða saman kvöldverð í Perlunni og fagna afmælinu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent