Handbolti

Róbert orðaður við AG á nýjan leik

Það varð ekkert af því að Róbert Gunnarsson gengi í raðir danska liðsins AG í sumar eins og búist var við. Nú er byrjað að orða Róbert við liðið á nýjan leik.

AG missir línumann næsta sumar og samkvæmt Politiken þá eru þrir línumenn undir smásjánni hjá AG - Róbert, Jesper Nöddesbo, leikmaður Barcelona, og Michael Knudsen sem spilar með Flensburg.

Minnstar líkur eru taldar vera á því að AG taki Knudsen enda verið talsvert meiddur. Róbert er að klára sinn samning hjá Rhein-Neckar Löwen en þar fær hann afar lítið að spila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×