Ólafur Bjarki: Allir tilbúnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 14:15 Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK. Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Um oddaleik er að ræða í rimmu liðanna í undanúrslitum og því heilmikið undir. Akureyri er núverandi deildarmeistari og spilar því á heimavelli í kvöld. Norðanmenn verða því að teljast sigurstranglegri aðilinn en Ólafur segir að HK-menn munu ekkert gefa eftir. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, en HK-ingar svöruðu af miklum krafti á laugardaginn með átta marka sigri, 31-23. Ólafur Bjarki skoraði samtals sautján mörk í þessum tveimur leikjum. „Við náðum loksins að vinna þá síðast," sagði hann en það var fyrsti sigur HK á Akureyri í fimm tilraunum í vetur. „Ég samt efast stórlega um það að Akureyri eigi tvo svona slæma leiki í röð og því á ég von á hörkuslag." „Lykilatriði fyrir okkur er að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri. Vörnin og markvarslan mun hafa mikið að segja fyrir okkur og svo þarf að hafa líka smá heppni með sér." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur átt frábært tímabil en svo virðist sem að Ólafur Bjarki finni sig vel gegn honum. „Mér hefur gengið ágætlega með hann. Ég spilaði með honum í nokkur ár og þekki hann því ágætlega," sagði hann í léttum dúr. Ólafur Bjarki meiddist lítillega á hné í fyrri leiknum á Akureyri en segir að það hafi ekkert háð sér. „Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið laus við meiðsli og hnéð er ekkert að hrjá mig. Það eru einfaldlega allir tilbúnir í þennan leik og ekki hægt að gera meira. Ég vona bara að það skili sér inn á vellinum." „Ég á von á jöfnum leik. Það er ólíklegt að eitthvað annað gerist. Þetta mun reyna á taugarnar." Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Sjá meira
Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Um oddaleik er að ræða í rimmu liðanna í undanúrslitum og því heilmikið undir. Akureyri er núverandi deildarmeistari og spilar því á heimavelli í kvöld. Norðanmenn verða því að teljast sigurstranglegri aðilinn en Ólafur segir að HK-menn munu ekkert gefa eftir. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, en HK-ingar svöruðu af miklum krafti á laugardaginn með átta marka sigri, 31-23. Ólafur Bjarki skoraði samtals sautján mörk í þessum tveimur leikjum. „Við náðum loksins að vinna þá síðast," sagði hann en það var fyrsti sigur HK á Akureyri í fimm tilraunum í vetur. „Ég samt efast stórlega um það að Akureyri eigi tvo svona slæma leiki í röð og því á ég von á hörkuslag." „Lykilatriði fyrir okkur er að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri. Vörnin og markvarslan mun hafa mikið að segja fyrir okkur og svo þarf að hafa líka smá heppni með sér." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur átt frábært tímabil en svo virðist sem að Ólafur Bjarki finni sig vel gegn honum. „Mér hefur gengið ágætlega með hann. Ég spilaði með honum í nokkur ár og þekki hann því ágætlega," sagði hann í léttum dúr. Ólafur Bjarki meiddist lítillega á hné í fyrri leiknum á Akureyri en segir að það hafi ekkert háð sér. „Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið laus við meiðsli og hnéð er ekkert að hrjá mig. Það eru einfaldlega allir tilbúnir í þennan leik og ekki hægt að gera meira. Ég vona bara að það skili sér inn á vellinum." „Ég á von á jöfnum leik. Það er ólíklegt að eitthvað annað gerist. Þetta mun reyna á taugarnar."
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Sjá meira