Umfjöllun: Akureyri í úrslitin Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 18. apríl 2011 20:07 Bjarni Fritzson og félagar spila til úrslita. Fréttablaðið/Sævar Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira