Heilindi og gagnsæi gefa norrænu samstarfi byr í seglin 29. október 2011 06:00 Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og samkennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunaraðgerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storberget‚ dómsmálaráðherra Noregs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan norrænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar forsætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarfinu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einnig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabúar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrkur okkar og veitir okkur sérstöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissamfélag og jafnvel af meiri einurð en áður. Með aukinni skilvirkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórnmálamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og samkennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunaraðgerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storberget‚ dómsmálaráðherra Noregs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan norrænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar forsætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarfinu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einnig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabúar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrkur okkar og veitir okkur sérstöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissamfélag og jafnvel af meiri einurð en áður. Með aukinni skilvirkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórnmálamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar