Samvinna 29. október 2011 06:00 Samvinna er hugsjón um samvinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefjulausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Samvinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starfandi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunarþjónustu, útfararþjónustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjafarþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnurekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrirtækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðrað um sig með græðgina að leiðarljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokkur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaðurinn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrirtæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og meginmarkmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðarljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mótvægi og til að treysta nærsamfélagið. Samvinna er tæki gegn valdþjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnuhreyfingu byggir félagsgeirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjárfesta heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagslegum gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 samtök og áhugafélög. Veiðifélög eru um 158 í landinu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignarstofnanir, rúmlega 80 lífeyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stéttarfélög, líknarfélög, trúfélög, lista-, menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamannasamtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélögin, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flestum sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samvinna er hugsjón um samvinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefjulausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Samvinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starfandi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunarþjónustu, útfararþjónustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjafarþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnurekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrirtækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðrað um sig með græðgina að leiðarljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokkur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaðurinn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrirtæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og meginmarkmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðarljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mótvægi og til að treysta nærsamfélagið. Samvinna er tæki gegn valdþjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnuhreyfingu byggir félagsgeirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjárfesta heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagslegum gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 samtök og áhugafélög. Veiðifélög eru um 158 í landinu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignarstofnanir, rúmlega 80 lífeyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stéttarfélög, líknarfélög, trúfélög, lista-, menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamannasamtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélögin, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flestum sviðum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar