Samvinna 29. október 2011 06:00 Samvinna er hugsjón um samvinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefjulausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Samvinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starfandi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunarþjónustu, útfararþjónustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjafarþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnurekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrirtækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðrað um sig með græðgina að leiðarljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokkur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaðurinn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrirtæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og meginmarkmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðarljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mótvægi og til að treysta nærsamfélagið. Samvinna er tæki gegn valdþjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnuhreyfingu byggir félagsgeirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjárfesta heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagslegum gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 samtök og áhugafélög. Veiðifélög eru um 158 í landinu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignarstofnanir, rúmlega 80 lífeyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stéttarfélög, líknarfélög, trúfélög, lista-, menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamannasamtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélögin, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flestum sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samvinna er hugsjón um samvinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefjulausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Samvinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starfandi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunarþjónustu, útfararþjónustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjafarþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnurekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrirtækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðrað um sig með græðgina að leiðarljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokkur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaðurinn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrirtæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og meginmarkmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðarljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mótvægi og til að treysta nærsamfélagið. Samvinna er tæki gegn valdþjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnuhreyfingu byggir félagsgeirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjárfesta heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagslegum gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 samtök og áhugafélög. Veiðifélög eru um 158 í landinu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignarstofnanir, rúmlega 80 lífeyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stéttarfélög, líknarfélög, trúfélög, lista-, menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamannasamtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélögin, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flestum sviðum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar