Sögulegur árangur hjá Luke Donald Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2011 11:32 Luke Donald á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi. Donald var enn að spila þegar að það varð ljóst að Rory McIlroy myndi ekki vinna sigur á móti í Dúbæ sem lýkur nú í dag. Það er lokamót Evrópumótaraðarinnar í golfi og var McIlroy sá eini sem átti enn möguleika að komast fyrir ofan Donald á peningalistanum. Til þess þurfti hann þó að sigra í dag. Donald var þó á góðri leið að ná þessum áfanga sjálfur því hann þurfti aðeins að vera á meðal níu efstu keppanda mótsins til að tryggja sér efsta sæti peningalistans, óháð árangri McIlroy. Þegar fjórum holum var ólokið var hann í fjórða sæti mótsins. Alvaro Quiros er í efsta sæti mótsins í Dúbæ en árangur Donald er sögulegur.Uppfært 12.45: Donald endaði í þriðja sæti mótsins en hann spilaði á 66 höggum í dag og var samtals á sextán höggum undir pari. Quiros vann mótið með því að spila á samtals nítján höggum undir pari. „Ég hef verið mjög stöðugur allt árið og unnið fjögur mát. Þetta sýnir hvað ég hef lagt mikið á mig og ánægjulegt að það skuli hafa borgað sig á þennan máta,“ sagði Donald eftir mótið í dag. McIlroy spilaði á 71 höggi í dag og var tíu höggum á eftir efsta manni. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi. Donald var enn að spila þegar að það varð ljóst að Rory McIlroy myndi ekki vinna sigur á móti í Dúbæ sem lýkur nú í dag. Það er lokamót Evrópumótaraðarinnar í golfi og var McIlroy sá eini sem átti enn möguleika að komast fyrir ofan Donald á peningalistanum. Til þess þurfti hann þó að sigra í dag. Donald var þó á góðri leið að ná þessum áfanga sjálfur því hann þurfti aðeins að vera á meðal níu efstu keppanda mótsins til að tryggja sér efsta sæti peningalistans, óháð árangri McIlroy. Þegar fjórum holum var ólokið var hann í fjórða sæti mótsins. Alvaro Quiros er í efsta sæti mótsins í Dúbæ en árangur Donald er sögulegur.Uppfært 12.45: Donald endaði í þriðja sæti mótsins en hann spilaði á 66 höggum í dag og var samtals á sextán höggum undir pari. Quiros vann mótið með því að spila á samtals nítján höggum undir pari. „Ég hef verið mjög stöðugur allt árið og unnið fjögur mát. Þetta sýnir hvað ég hef lagt mikið á mig og ánægjulegt að það skuli hafa borgað sig á þennan máta,“ sagði Donald eftir mótið í dag. McIlroy spilaði á 71 höggi í dag og var tíu höggum á eftir efsta manni.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira