Sögulegur árangur hjá Luke Donald Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2011 11:32 Luke Donald á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi. Donald var enn að spila þegar að það varð ljóst að Rory McIlroy myndi ekki vinna sigur á móti í Dúbæ sem lýkur nú í dag. Það er lokamót Evrópumótaraðarinnar í golfi og var McIlroy sá eini sem átti enn möguleika að komast fyrir ofan Donald á peningalistanum. Til þess þurfti hann þó að sigra í dag. Donald var þó á góðri leið að ná þessum áfanga sjálfur því hann þurfti aðeins að vera á meðal níu efstu keppanda mótsins til að tryggja sér efsta sæti peningalistans, óháð árangri McIlroy. Þegar fjórum holum var ólokið var hann í fjórða sæti mótsins. Alvaro Quiros er í efsta sæti mótsins í Dúbæ en árangur Donald er sögulegur.Uppfært 12.45: Donald endaði í þriðja sæti mótsins en hann spilaði á 66 höggum í dag og var samtals á sextán höggum undir pari. Quiros vann mótið með því að spila á samtals nítján höggum undir pari. „Ég hef verið mjög stöðugur allt árið og unnið fjögur mát. Þetta sýnir hvað ég hef lagt mikið á mig og ánægjulegt að það skuli hafa borgað sig á þennan máta,“ sagði Donald eftir mótið í dag. McIlroy spilaði á 71 höggi í dag og var tíu höggum á eftir efsta manni. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi. Donald var enn að spila þegar að það varð ljóst að Rory McIlroy myndi ekki vinna sigur á móti í Dúbæ sem lýkur nú í dag. Það er lokamót Evrópumótaraðarinnar í golfi og var McIlroy sá eini sem átti enn möguleika að komast fyrir ofan Donald á peningalistanum. Til þess þurfti hann þó að sigra í dag. Donald var þó á góðri leið að ná þessum áfanga sjálfur því hann þurfti aðeins að vera á meðal níu efstu keppanda mótsins til að tryggja sér efsta sæti peningalistans, óháð árangri McIlroy. Þegar fjórum holum var ólokið var hann í fjórða sæti mótsins. Alvaro Quiros er í efsta sæti mótsins í Dúbæ en árangur Donald er sögulegur.Uppfært 12.45: Donald endaði í þriðja sæti mótsins en hann spilaði á 66 höggum í dag og var samtals á sextán höggum undir pari. Quiros vann mótið með því að spila á samtals nítján höggum undir pari. „Ég hef verið mjög stöðugur allt árið og unnið fjögur mát. Þetta sýnir hvað ég hef lagt mikið á mig og ánægjulegt að það skuli hafa borgað sig á þennan máta,“ sagði Donald eftir mótið í dag. McIlroy spilaði á 71 höggi í dag og var tíu höggum á eftir efsta manni.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira