Erlent

Ást á fótboltavellinum í FIFA 12

Myndskeið úr tölvuleiknum FIFA 12 hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarið. Í myndskeiðinu er ekki annað að sjá en að framherjinn Andy Carrol hjá Liverpool smelli rembingskossi á markvörð Arsenal, Fabianski. Sá bregst ókvæða við ástaratlotunum og virðist stjaka við framherjanum unga. Ekki er ljóst hvort um villu í forritun leiksins sé að ræða eða hvort forritararnir hafi ákveðið að smella atriðinu inn upp á grín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×