Landhelgisgæslan á Suðurnes Eygló Harðardóttir skrifar 11. janúar 2011 06:00 Ríkisstjórnin hélt nýlega fund á Suðurnesjum þar sem samþykkt var aðgerðaáætlun til að takast á við hið mikla atvinnuleysi sem þar ríkir. Þar var innanríkisráðherra falið að skoða vandlega kosti þess að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðið á Miðnesheiði og að gerð yrði hagkvæmniathugun á þeim kosti. Niðurstöður eiga að liggja fyrir í byrjun febrúar. Hugmyndin um flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin er ekki ný af nálinni og voru þingsályktunartillögur þess efnis fluttar á 116. löggjafarþingi og 130. löggjafarþingi af þingmönnunum Árna R. Árnasyni og Hjálmari Árnasyni, en voru ekki útræddar. Höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eru í Reykjavík. Þar er skrifstofuhald, þar liggja 3 skip hennar á milli verkefna og þar er flugkostur hennar geymdur, flugvél og tvær þyrlur. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns auk tuga nýrra starfsmanna frá Varnarmálastofnun. Oft getur verið erfitt að flytja heila stofnun, en ýmislegt mælir með því á þessum tímapunkti. Frá og með síðustu áramótum tók Landhelgisgæslan við stórum hluta verkefna Varnarmálastofnunar sem staðsett var á gamla varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum. Framundan er því mikið starf hjá starfsmönnum við að sameina og aðlaga verkefni þessara tveggja stofnana í nýja heild og gæti flutningur í nýrri og betri aðstöðu verið mikilvægur þáttur í að byggja upp Landhelgisgæsluna. Varnarmálastofnun bjó yfir góðum húsakosti sem gæti hentað mjög vel fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar, en fram hefur komið í máli forstjóra gæslunnar að húsakostur stofnunarinnar gæti verið betri. Besti flugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. Hafnaraðstaða er þar næg og varðskipin væru óneitanlega nokkru nærri almennum miðum en í Reykjavíkurhöfn. Síðast en ekki síst þá hafa íbúar svæðisins mikla reynslu og þekkingu af því að þjónusta starfsemi af þessu tagi. Því eru bæði öryggis- og rekstrarleg rök sem mæla með flutningi. Til viðbótar eru mikilvæg byggðarök. Hvergi hefur atvinnuleysi verið meira en á Suðurnesjum enda skildi brottför varnarliðsins, hrun byggingageirans og bankakreppan eftir svöðusár á atvinnulífi svæðisins. Fulltrúar stjórnmálaflokka hafa lýst sig fylgjandi flutningi Landhelgisgæslunnar og ályktaði félagsfundur VG á Suðurnesjum síðast um málið í október 2010 þar sem stjórnvöld voru hvött til að flytja Landhelgisgæsluna og starfsemi henni tengda á Suðurnesin. Því hvet ég innanríkisráðherra til taka af skarið og styðja flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt nýlega fund á Suðurnesjum þar sem samþykkt var aðgerðaáætlun til að takast á við hið mikla atvinnuleysi sem þar ríkir. Þar var innanríkisráðherra falið að skoða vandlega kosti þess að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðið á Miðnesheiði og að gerð yrði hagkvæmniathugun á þeim kosti. Niðurstöður eiga að liggja fyrir í byrjun febrúar. Hugmyndin um flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin er ekki ný af nálinni og voru þingsályktunartillögur þess efnis fluttar á 116. löggjafarþingi og 130. löggjafarþingi af þingmönnunum Árna R. Árnasyni og Hjálmari Árnasyni, en voru ekki útræddar. Höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eru í Reykjavík. Þar er skrifstofuhald, þar liggja 3 skip hennar á milli verkefna og þar er flugkostur hennar geymdur, flugvél og tvær þyrlur. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns auk tuga nýrra starfsmanna frá Varnarmálastofnun. Oft getur verið erfitt að flytja heila stofnun, en ýmislegt mælir með því á þessum tímapunkti. Frá og með síðustu áramótum tók Landhelgisgæslan við stórum hluta verkefna Varnarmálastofnunar sem staðsett var á gamla varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum. Framundan er því mikið starf hjá starfsmönnum við að sameina og aðlaga verkefni þessara tveggja stofnana í nýja heild og gæti flutningur í nýrri og betri aðstöðu verið mikilvægur þáttur í að byggja upp Landhelgisgæsluna. Varnarmálastofnun bjó yfir góðum húsakosti sem gæti hentað mjög vel fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar, en fram hefur komið í máli forstjóra gæslunnar að húsakostur stofnunarinnar gæti verið betri. Besti flugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. Hafnaraðstaða er þar næg og varðskipin væru óneitanlega nokkru nærri almennum miðum en í Reykjavíkurhöfn. Síðast en ekki síst þá hafa íbúar svæðisins mikla reynslu og þekkingu af því að þjónusta starfsemi af þessu tagi. Því eru bæði öryggis- og rekstrarleg rök sem mæla með flutningi. Til viðbótar eru mikilvæg byggðarök. Hvergi hefur atvinnuleysi verið meira en á Suðurnesjum enda skildi brottför varnarliðsins, hrun byggingageirans og bankakreppan eftir svöðusár á atvinnulífi svæðisins. Fulltrúar stjórnmálaflokka hafa lýst sig fylgjandi flutningi Landhelgisgæslunnar og ályktaði félagsfundur VG á Suðurnesjum síðast um málið í október 2010 þar sem stjórnvöld voru hvött til að flytja Landhelgisgæsluna og starfsemi henni tengda á Suðurnesin. Því hvet ég innanríkisráðherra til taka af skarið og styðja flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar