Körfubolti

Haukur Helgi fer vel af stað á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haukur Helgi í leik með Maryland í bandaríska háskolaboltanum á síðustu leiktíð.
Haukur Helgi í leik með Maryland í bandaríska háskolaboltanum á síðustu leiktíð. Mynd/AP
Haukur Helgi Pálsson var í byrjunarliði Assignia Manresa sem vann í dag sigur á Mutua Joventut í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 71-59.

Haukur Helgi lék í rúmar 20 mínútur og skoraði á þeim tíma tvö stig. Hann reyndi tvær þriggja stiga körfur en hitti í hvorugt skiptið. Hann tók einnig þrjú fráköst í leiknum.

Manresa var með naum forskot í hálfleik en seig svo jafnt og þétt fram úr í seinni hálfleik.

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza átti svo að spila síðdegis en leik liðsins var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×